Innlent

SGS sættir sig ekki við óréttlætið

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.
Þing Starfsgreinasamband Íslands getur ekki og ætlar ekki undir nokkrum kringumstæðum að sætta sig við það grímulausa óréttlæti sem íslensk heimili hafa mátt þola frá hruni. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á þinginu sem nú stendur yfir. Í ályktuninni segir að stórum hluta forsendubrestsins hafi verið varpað miskunnarlaust yfir á heimili landsins á sama tíma og slegin hafi verið skjaldborg utan um kröfuhafa og erlenda vogunarsjóði.

„Þingið krefst þess að bankar og fjármálastofnarnir þessa lands leiðrétti skuldir heimilanna með fullnægjandi hætti vegna forsendubrestsins," segir ennfremur.

Þá vill þingið að það komi skýrt fram að heimili landsins séu ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis sanngjarna leiðréttingu á þeim forsendubresti sem varð hér í kjölfar efnahagshrunsins.

Alls voru sjö ályktanir samþykktar á þinginu í dag samhljóða, en ályktun um afnám verðtryggingar var hinsvegar felld.



Ályktanir SGS má finna hér.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×