Innlent

Síðasti séns að vera með í Bylgjubingó

Á meðfylgjandi mynd eru Rúnar Róbertsson og Kolbrún Björnsdóttir ásamt Tóbíasi Sveinbjörnssyni sem sótti vinning sem kom á bingóspjald sonar hans, Karels Jarls.
Í morgun hófst síðasta og stærsta Bylgjubingóið frá því að byrjað var að spila leikinn í byrjun mánaðarins en bingóið hefur notið gríðarlegra vinsælda.

Núna eiga um 40.000 manns möguleika á að vinna hinn glæsilega lokavinning sem samanstendur af eftirtöldu:

100.000 kr. inneign á mánuði í heilt ár hjá Krónunni. Fjölskyldubifreið til afnota í heilt ár frá AVIS. Bensín á bílinn í heilt ár frá Orkunni og 500.000 kr. inneign hjá ILVA Korputorgi.

Í þessu síðasta Bylgjubingói að sinni er allt spjaldið spilað og byrjað var að draga tölurnar út í morgun. Spilað verður í allan dag á Bylgjunni, í fyrramálið hjá Simma og Jóa og leikurinn klárast síðan í þætti Bjarna Ara milli kl. 13 og 16 á morgun. Sigga Lund verður með Bjarna á vaktinni og þau sjá um að hringja út þegar einhver er kominn með bingó.

Það er því vissara fyrir alla sem eru með spjald að svara rétt í símann á morgun og eina rétta svarið er Bylgjubingó.

Þó að leikurinn sé hafinn þá er ekki of seint að skrá sig á www.bylgjan.is og ná í bingó spjöld fyrir alla fjölskylduna. Allar tölur sem þegar hafa verið dregnar út uppfærast sjálfkrafa á ný spjöld.

Að lokum er gaman að segja frá því að 23 glæsilegir vinningar hafa þegar gengið út þrátt fyrir að nokkrir hafi svarað rangt í símann og misst af vinningnum. Gleði þeirra sem svöruðu svo rétt er þeim mun meiri.

Vinningarnir voru:



  • Playstation 3 leikjatölva frá Senu
  • Fjórar dúnsængur frá Dorma
  • Nuddstóll og dagsbirtulampi frá Pfaff
  • 50.000 kr. gjafabréf frá Byko
  • Gisting fyrir 2 á svítu með morgunverði og fjögurra rétta kvöldverði á Hótel Rangá
  • Dekkjaumgangur undir einn bíl frá Dekkjahöllinni
  • Canon myndavél og inneign á framköllun frá Hans Petersen
  • 50.000 kr. gjafabréf frá Intersport
  • Gufusléttir frá Byggt og Búið
  • 50.000 kr. gjafabréf frá Timberland
  • Tvö 50.000 kr. gjafabréf frá Sigga og Tímo
  • iPhone 4S sími frá iPhone.is
  • Tveir Langjökull jakkar frá 66° Norður
  • Áskrift til áramóta að Stöð 2 og Stöð 2 sport
  • 100.000 kr. gjafabréf frá NTC sem rekur m.a. Gallery 17, Kúltúr og Evu
  • Francis Francis kaffivél frá Byggt og Búið
  • Tvö pör af Lomer gönguskóm frá Gönguskór.is
  • 50.000 kr. gjafabréf frá Rauða Húsinu á Eyrarbakka
  • Fjögur gjafakort á fjórar sýningar í Þjóðleikhúsinu
  • Samsung Galaxy spjaldtölva frá Tæknivörum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×