Innlent

Samkomulagi náð um norsk-íslenska síld

Mynd/Vilhelm
Heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum mun verða 833 þúsund tonn árið 2012 samkvæmt samkomulagi sem náðist á fundi strandríkja í London í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Þessi niðurstaða strandríkjanna er í samræmi við vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, en samkomulagið felur í sér 16% lækkun milli ára. Íslenskum skipum verður samkvæmt því heimilt að veiða 120.868 tonn á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×