Erlent

500 metra frá mosku al-Sadr

Bandarískir skriðdrekar eru nú aðeins 500 metra frá moskunni, þar sem múslímaklerkurinn Múktada al-Sadr, er í felum ásamt liðsmönnum sínum. Þúsundir óbreyttra borgara gætu tafið lokasóknina gegn honum. Múktada al-Sadr á fjölda fylgismanna í Írak, og margir þeirra eru komnir til borgarinnar Najaf, óvopnaðir, til þess að vera skildir á milli bandarísku hermannanna og uppreisnarmanna. Þeir hafa safnast saman í forgarði Imam Ali moskunnar, þar sem Múktada hefur víggirt sig ásamt liðsmönnum sínum. Í Bagdad stendur nú yfir svokölluð Þjóðarráðstefna 1300 trúar- og stjórnmálaleiðtoga. Þeir samþykktu í dag ályktun þar sem Múktada var hvattur til þess að skipa liðsmönnum sínum að leggja niður vopn, og taka þess í stað upp stjórnmálabaráttu, til þess að ná fram markmiðum sínum. Jafnframt var ákveðið að senda sendinefnd til Najaf til þess að reyna að tala um fyrir honum. Líklegt er að í þeim hópi verði klerkurinn Hússein al-Sadr, sem er fjarskyldur ættingi Múktadas.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×