Innlent

Laun borgarfulltrúa lækka

Laun borgarfulltrúa munu lækka í hlutfalli við laun þingmanna.
Laun borgarfulltrúa munu lækka í hlutfalli við laun þingmanna.

Laun borgarfulltrúa munu lækka, samkvæmt samþykktum forsætisnefndar borgarstjórnar, nái frumvarp um launalækkun æðstu embættismanna ríkisins fram að ganga. Hið sama gildir um aðra sem sitja í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar. Þetta segir Ólafur Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar.

Ólafur bendir á að í samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg sé kveðið á um að launin séu skilgreint hlutfall af þingfarakaupi. „Sem þýðir það að um leið og þingfarakaup breytist á hvorn veginn sem það er, að þá hækka eða lækka þessi laun að sama hlutfalli," segir Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×