Innlent

Mun afla gagna með tiltækum ráðum

MYND/Hörður

Skattrannsóknarstjóri hyggst leita annara leiða til að afa gagna um félag sem stofnað var í Lúxemborg en er í eigu Íslendinga. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, skrifaði skilanefndum gömlu bankanna bréf þar sem hún óskaði eftir aðgangi að gögnunum. Tvær skilanefndir höfnuðu beiðninni og ein svaraði henni ekki.

Bryndís segir að dótturfélag einhvers íslensku bankanna þriggja í Lúxemborg hafi stofnað félagið eða komið á einhvern hátt að stofnun þess.

Skilanefnd Kaupþings banka hf. sagði í tilkynningu fyrr í daga hafa veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar sem henni eru tiltækar og óskað var eftir. Jafnframt tók skilanefndin fram að bankinn hafði ekki neina aðkomu að því félagi sem var tilefni fyrirspurnar skattrannsóknarstjóra.

,,Þeir hafa svarað varðandi móðurfélagið en segja síðan að þeir hafi ekki yfir dótturfélaginu að segja, og að það sé utan lögsögu íslenskra skattayfirvalda. Næsta mál hjá okkur er því að skoða það og kannski er niðurstaðan þá sú að við fáum ekki þær upplýsingar en þá er staðan þannig," sagði Bryndís í samtali við Vísi. ,,Þá er að leita annara leiða til þess að afla þeirra."

Skattrannsóknarstjóri telur að þessar upplýsingar séu til hjá einhverjum af gömlu bönkunum þremur sem voru með starfsemi í Lúxemborg.

,,Þeirra afstaða er sú að lögsaga íslenskra skattayfirvalda taki ekki til dótturfélaganna. En við báðum um það og fáum ekki upplýsingar um það frá móðurfélaginu," sagði Bryndís.




Tengdar fréttir

Geir: Eðlilegt að greiða fyrir störfum skattrannsóknarstjóra

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, spurði forsætisráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnatíma hvort stjórnvöld ætli að láta það gerast að lykilgögn um stöðu íslensku bankanna sem er að finna á útibúum og dótturfyrirtækjum þeirra í Lúxemborg gangi yfirvöldum úr höndum verði fyrirtækin seld. Steingrímur vísaði meðal annars til hádegisfrétta Ríkisútvarpsins þar sem greint var frá því að skilanefndir bankanna hafi neitað skattrannsóknarstjóra um gögn frá Lúxemborg. Geir segir eðlilegt að greiða fyrir því að skattrannsóknarstjóri vinni sín störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×