Innlent

Mótmælt við Ráðherrabústaðinn - einn handtekinn

Hópurinn reynir að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin komist á fund sinn.
Hópurinn reynir að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin komist á fund sinn.

Um 20 mótmælendur komu saman fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og reyndu að varna því að ráðherrar kæmust inn á ríkisstjórnarfund sem hófst klukkan hálftíu. Þrír lögreglumenn sneru niður einn mótmælanda úr hópnum, sem hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu, og var hann handtekinn.

Nokkrir ráðherrar, þar á meðal Guðlaugur Þ. Þórðarson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Björgvin G. Sigurðsson mættu snemma inn í Ráðherrabústaðinn og gengu þau inn í húsið í fylgd lögregluþjóna. Össur Skarphéðinsson og Árni Mathiesen mættu stuttu á eftir þeim. Fjölmiðlamenn reyndu að ná tali af Össuri og Árna en lögreglumenn bönnuðu öll viðtöl.

Þegar að ráðherrar voru komnir inn í Ráðherrabústaðinn reyndu mótmælendur að frelsa þann sem hafði verið handtekinn. Hópurinn þyrptist að lögreglubíl sem hann sat í og lagðist í götuna til að varna því að lögreglubíllinn kæmist á brott. Þessi atburðarrás átti sér stað fyrir utan leikskólann Tjarnarborg og fylgdust leikskólabörnin furðu lostin með atburðarrásinni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×