Innlent

Á tali með Olli Rehn

Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.

Íslendingum gefst einstakt tækifæri til að hlusta á og ræða milliliðalaust við Olli Rehn, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fyrirlestri, sem hann heldur erlendis, verður varpað beint til Íslands og verður unnt að beina til hans spurningum í lokin.

Rehn ætlar meðal annars að fjalla um stækkun Evrópusambandsins og mögulega flýtimeðferð í aðildarviðræðum við Ísland. Fundurinn er öllum opinn og hefst klukkan níu í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×