Innlent

Lögreglumennirnir sem slösuðust eru mættir aftur til vinnu

Stefán Eiríksson lögreglustjóri.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri.

Lögreglumennirnir sem leituðu á slysadeild eftir átökin í Alþingishúsinu í gær voru bitnir, segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri. Annar var bitinn í höndina og hinn í öxlina. Stefán segir að þeir hafi það ágætt eftir atvikum og fari strax aftur til vinnu.

„Þeir fóru upp á slysadeild, ég ræddi við þá báða og þeir voru komnir niður á lögreglustöð aftur í gærkvöldi," segir Stefán. Um 30 manns ruddust inn í Alþingishúsið á meðan að á þingfundi stóð í gær. Sjö voru handteknir en sleppt síðar um kvöldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×