Innlent

Líkt og hús sé keypt án vitneskju um kostnað og stærð

Formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis treysti sér ekki til að samþykkja þingsályktunartillögu stjórnarflokkanna sem gefur stjórnvöldum víðtæka heimild til að semja um innistæðureikninga í íslensku bönkunum erlendis.

Á föstudaginn samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við erlend stjórnvöld vegna innistæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka eins og vegna Icesave reikninganna.

Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis greiddi atkvæði á móti heimildinni. Hann telur að Alþingi eigi að greiða atkvæði um samningana þegar þeir nást.

Pétur telur málið það veigamikið að nauðsynlegt sé að alþingismenn beri ábyrgð á því hvort að samningarnir sem gerðir verða séu þjóðinni ofviða. Pétur hefði viljað sjá efri mörk í samningunum. Þetta sé eins og að fela einhverjum að kaupa fyrir sig hús og vita ekkert um kostnað eða stærð hússins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×