Óttast að missa völd samhliða aðildarviðræðum 9. desember 2008 18:49 Hagsmunasamtök útgerðarmanna virðast hrædd við að missa valdastöðu verði gengið til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og loka augunum fyrir tækifærunum, segir sérfræðingur í sjávarútvegsmálum sambandsins. Við höldum áfram að skoða ýmsar hliðar á Evrópusambandsmálum. Umræðan um hugsanlega Evrópusambandsaðild hefur til þessa snúist að stórum hluta um yfirráð yfir fiskimiðunum og er fullveldi þjóðar spyrt þar saman við. Minna hefur ef til vill farið fyrir framtíðarsýn á hagsmunum heildarinnar. Úlfar Hauksson, stjórmálafræðingur við HÍ, er sérfræðingur í málefnum ESB og sjávarútvegsins, en er einnig vélfræðingur, og var nýkomin í land þegar við náðum tali af honum. Hann segir áhyggjur af sjávarútveginum skiljanlegar - enda yrðu breytingar með ESB aðild. Áhyggjurnar snúa einkum að tilfærslu á ákvarðanavaldi, en einnig að meiriháttar fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi - þó minna sé um það talað. Fiskveiðar og vinnsla voru tæp 7 prósent af landsframleiðslu í fyrra, en tæp 42 prósent af útflutningstekjum og í aðildarviðræðum myndi reyna verulega á íslenska samningamenn að tryggja þessa mikilvægu hagsmuni þjóðarinnar. Óttinn við að missa völdin til Brussel hefur þó ef til vill verið fullmikill. Úlfar segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni ekki skaða íslenskan sjávarútveg. Þvert á móti. Hagsmunafélög hafi lokað augunum fyrir ákveðnum tækifærum sem felast í aðild að ESB. Afstaða andstæðinga ESB aðildar er hins vegar skýr. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samtökin telji óraunhæft að Íslendingar haldi yfirráðum yfir auðlindum sínum gangi Ísland í ESB. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hagsmunasamtök útgerðarmanna virðast hrædd við að missa valdastöðu verði gengið til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og loka augunum fyrir tækifærunum, segir sérfræðingur í sjávarútvegsmálum sambandsins. Við höldum áfram að skoða ýmsar hliðar á Evrópusambandsmálum. Umræðan um hugsanlega Evrópusambandsaðild hefur til þessa snúist að stórum hluta um yfirráð yfir fiskimiðunum og er fullveldi þjóðar spyrt þar saman við. Minna hefur ef til vill farið fyrir framtíðarsýn á hagsmunum heildarinnar. Úlfar Hauksson, stjórmálafræðingur við HÍ, er sérfræðingur í málefnum ESB og sjávarútvegsins, en er einnig vélfræðingur, og var nýkomin í land þegar við náðum tali af honum. Hann segir áhyggjur af sjávarútveginum skiljanlegar - enda yrðu breytingar með ESB aðild. Áhyggjurnar snúa einkum að tilfærslu á ákvarðanavaldi, en einnig að meiriháttar fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi - þó minna sé um það talað. Fiskveiðar og vinnsla voru tæp 7 prósent af landsframleiðslu í fyrra, en tæp 42 prósent af útflutningstekjum og í aðildarviðræðum myndi reyna verulega á íslenska samningamenn að tryggja þessa mikilvægu hagsmuni þjóðarinnar. Óttinn við að missa völdin til Brussel hefur þó ef til vill verið fullmikill. Úlfar segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni ekki skaða íslenskan sjávarútveg. Þvert á móti. Hagsmunafélög hafi lokað augunum fyrir ákveðnum tækifærum sem felast í aðild að ESB. Afstaða andstæðinga ESB aðildar er hins vegar skýr. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samtökin telji óraunhæft að Íslendingar haldi yfirráðum yfir auðlindum sínum gangi Ísland í ESB.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira