Innlent

Frumvarp um launalækkun æðstu embættismanna lagt fram

Árni Mathiesen fjármálaráðherra leggur frumvarpið fram.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra leggur frumvarpið fram.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur lagt fram á þingi frumvarp um að kjararáð kveði upp úrskurð sem feli í sér 5-15% launalækkun þingmanna og ráðherra frá 1. janúar 2009. Óheimilt verði að endurskoða þann úrskurð til hækkunar til ársloka 2009. Þá skal kjararáð jafnframt endurskoða kjör annarra sem undir það heyra, samkvæmt þessu frumvarpi. Í frumvarpinu er tekið skýrt fram að ákvæðið eigi ekki við um forseta Íslands, enda leggur stjórnarskrá bann við því.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×