Erlent

Fær flýtimeðferð í dýrlingatölu

Benedikt XVI páfi hefur tilkynnt að forveri hans, Jóhannes Páll II, fái sérstaka flýtimeðferð á því að vera tekinn í dýrlingatölu. Vanalegt er að bíða í að minnsta kosti fimm ár eftir dauða hugsanlegs dýrlings áður en ferlið hefst. Þessari ákvörðun Benedikts XVI hefur víðast hvar verið tekið vel; bæði klerkaráðið í Róm og íbúar í Wadowice, heimabæ Jóhannesar Páls í S-Póllandi, hafa lýst yfir sérstakri ánægju með þessa málsmeðferð. Margir Pólverjar eru nú þegar farnir að líta á Jóhannes Pál II sem dýrling.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×