Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar 10. apríl 2014 09:49 Fyrstu fréttir af málinu voru sagðar í gær. Í frétt á Vísi í gær var sagt frá því að gerð hafi verið tilraun til innbrots hjá Heiðari Helgusyni, fyrrverandi landsliðsmanni og fjölskyldu hans. Í fréttinni kemur fram að eiginkona Heiðars hafi verið vitni að atburðinum. Í fréttinni var fullyrt að hún hafi borið kennsl á meinta innbrotsþjófa og að þeir hafi verið sorphirðumenn Reykjavíkurborgar. Fréttin byggði meðal annars á Facebook-færslu vitnisins sem deilt var á netinu í gær. Venjan á Vísi er að að leita staðfestingar á heimildum og var rætt við eiginkonu Heiðars sem staðfesti frásögn sína og sagðist hafa kallað lögreglu til. Í gærkvöldi náði blaðamaður á ritstjórn einnig tali af Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, sem sagði að líklega byggði málið á misskilningi. Hann taldi rannsókn lögreglu leiða hið rétta í ljós en sagði jafnframt að umræddur starfsmaður hafi verið nýr í starfi og ekki þekkt til á svæðinu: „Líklega fór hann til baka til að ná í lykla og prófa þá hurð.“ Allt þetta hefur komið fram og rétt er að halda því til haga að málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Ritstjórn Vísis harmar ef fréttaflutningur af þessu máli hefur valdið misskilningi og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið. Vitaskuld var aldrei ætlunin að þjófkenna saklaust fólk sem í þessu tilfelli eru sorphirðumenn Reykjavíkur. Í þessu samhengi má benda á að í fyrirsögn fréttarinnar felst ótímabær fullyrðing og það harmar Vísir. Sorphirðumenn Reykjavíkur eru hér með beðnir afsökunar. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis. Uppfært kl. 18.00Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra upptöku úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá því fyrr í dag þar sem farið er yfir málið. Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Í frétt á Vísi í gær var sagt frá því að gerð hafi verið tilraun til innbrots hjá Heiðari Helgusyni, fyrrverandi landsliðsmanni og fjölskyldu hans. Í fréttinni kemur fram að eiginkona Heiðars hafi verið vitni að atburðinum. Í fréttinni var fullyrt að hún hafi borið kennsl á meinta innbrotsþjófa og að þeir hafi verið sorphirðumenn Reykjavíkurborgar. Fréttin byggði meðal annars á Facebook-færslu vitnisins sem deilt var á netinu í gær. Venjan á Vísi er að að leita staðfestingar á heimildum og var rætt við eiginkonu Heiðars sem staðfesti frásögn sína og sagðist hafa kallað lögreglu til. Í gærkvöldi náði blaðamaður á ritstjórn einnig tali af Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, sem sagði að líklega byggði málið á misskilningi. Hann taldi rannsókn lögreglu leiða hið rétta í ljós en sagði jafnframt að umræddur starfsmaður hafi verið nýr í starfi og ekki þekkt til á svæðinu: „Líklega fór hann til baka til að ná í lykla og prófa þá hurð.“ Allt þetta hefur komið fram og rétt er að halda því til haga að málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Ritstjórn Vísis harmar ef fréttaflutningur af þessu máli hefur valdið misskilningi og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið. Vitaskuld var aldrei ætlunin að þjófkenna saklaust fólk sem í þessu tilfelli eru sorphirðumenn Reykjavíkur. Í þessu samhengi má benda á að í fyrirsögn fréttarinnar felst ótímabær fullyrðing og það harmar Vísir. Sorphirðumenn Reykjavíkur eru hér með beðnir afsökunar. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis. Uppfært kl. 18.00Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra upptöku úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá því fyrr í dag þar sem farið er yfir málið.
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30
„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent