Gera við sex alda gamlan dýrgrip Hugrún Halldórsdóttir skrifar 7. desember 2012 22:32 Ráðast á í viðgerðir á Flateyjarbók, um sex alda gömlum dýrgrip sem Íslendingar börðust lengi fyrir að fá heim frá Danmörku. Bókin verður þó ekki færð í upprunalegt horf því hún fær að halda konunglegu yfirbragði. Dagurinn er 21.apríl 1971. Reykvískum börnum hefur verið gefið frí úr skóla, fjölmargir Íslendingar með fána á lofti bíða spenntir við hafnarbakkann eftir komu freigátu danska flotans sem flutti mjög verðmætan varning, tvö fyrstu handritin sem Danir afhentu Íslendingum eftir að handritamálinu svokallaða. „Og Flateyjarbók var einmitt annað þeirra, af því að hún er einn af helstu dýrpgripum í okkar handritasafni," segir Svanhildur Óskarsdóttir, stofustjóri handritasviðs Árnastofnunar. „Menntamálaráðherra Danmerkur afhenti menntamálaráðherra Íslands Flateyjarbókina með þessum orðum: Værsågod, Fladebogen," segir Svanhildur. Bókin var skrifuð á Íslandi í lok 14 aldar en meginefni hennar er sögur af Noregskonungum. Hún er stærst allra íslenskra skinnbóka og var send Friðriki þriðja Danakonungi sem gjöf árið 1656 en í Danmörku var henni skipt í tvennt og hún bundin inn í band með aðferðum sem voru dæmigerð fyrir pappírsbækur. Það er heldur betur farið að sjá á þessari gersemi en stjórn Þjóðhátíðarsjóðs ákvað að veita Árnastofnun tæplega milljóna króna styrk til að gera við gripinn. „Það þarf að taka hana í sundur og ná líminu af og það þarf að styrkja aftur bandið og koma henni aftur saman. Nú gæti fólk spurt, en af hverju hendið þið ekki bara þessu bandi? Þetta er ekki upprunarlegt band. Þetta band er orðinn órjúfanlegur hlutur af sögu þessarar bókar. Í staðinn fyrir að henda þessum fötum og láta hana fá aftur spáný föt þá viljum við frekar bæta konunglegu fötin og sjá til þess að henni líði aftur vel í þeim," segir Svanhildur. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Ráðast á í viðgerðir á Flateyjarbók, um sex alda gömlum dýrgrip sem Íslendingar börðust lengi fyrir að fá heim frá Danmörku. Bókin verður þó ekki færð í upprunalegt horf því hún fær að halda konunglegu yfirbragði. Dagurinn er 21.apríl 1971. Reykvískum börnum hefur verið gefið frí úr skóla, fjölmargir Íslendingar með fána á lofti bíða spenntir við hafnarbakkann eftir komu freigátu danska flotans sem flutti mjög verðmætan varning, tvö fyrstu handritin sem Danir afhentu Íslendingum eftir að handritamálinu svokallaða. „Og Flateyjarbók var einmitt annað þeirra, af því að hún er einn af helstu dýrpgripum í okkar handritasafni," segir Svanhildur Óskarsdóttir, stofustjóri handritasviðs Árnastofnunar. „Menntamálaráðherra Danmerkur afhenti menntamálaráðherra Íslands Flateyjarbókina með þessum orðum: Værsågod, Fladebogen," segir Svanhildur. Bókin var skrifuð á Íslandi í lok 14 aldar en meginefni hennar er sögur af Noregskonungum. Hún er stærst allra íslenskra skinnbóka og var send Friðriki þriðja Danakonungi sem gjöf árið 1656 en í Danmörku var henni skipt í tvennt og hún bundin inn í band með aðferðum sem voru dæmigerð fyrir pappírsbækur. Það er heldur betur farið að sjá á þessari gersemi en stjórn Þjóðhátíðarsjóðs ákvað að veita Árnastofnun tæplega milljóna króna styrk til að gera við gripinn. „Það þarf að taka hana í sundur og ná líminu af og það þarf að styrkja aftur bandið og koma henni aftur saman. Nú gæti fólk spurt, en af hverju hendið þið ekki bara þessu bandi? Þetta er ekki upprunarlegt band. Þetta band er orðinn órjúfanlegur hlutur af sögu þessarar bókar. Í staðinn fyrir að henda þessum fötum og láta hana fá aftur spáný föt þá viljum við frekar bæta konunglegu fötin og sjá til þess að henni líði aftur vel í þeim," segir Svanhildur.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira