Nefnd gegn skítkasti og níði í bæjarstjórn 7. desember 2012 07:00 Karen E. Halldórsdóttir „Við viljum alls ekki hefta að fólk tjái sig en það voru allir sammála um að þetta væri gengið það langt að það yrði að gera breytingar,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi og annar tveggja meðlima nefndar sem bæta á úr ófremdarástandi í bæjarstjórninni. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu eru hörð átök milli einstakra fulltrúa á bæjarstjórnarfundum í Kópavogi. Þær erjur eiga sér margra ára forsögu. Var svo komið í mars síðastliðnum að Hafsteinn Karlsson úr Samfylkingu lagði til í bæjarráði að stofnaður yrði vinnuhópur til að gera tillögur um vinnulag bæjarstjórnar. Sá bragur sem ríkt hefði um langa hríð í bæjarstjórninni væri til vansæmdar fyrir Kópavog. „Oft á tíðum líður málefnaleg umræða á bæjarstjórnarfundum og í fjölmiðlum fyrir persónulegt skítkast, brigslyrði, dylgjur og tilhæfulausar ásakanir. Óeining er um hvernig á að haga afgreiðslu mála og mikill tími fer í þras um slíkt,“ sagði Hafsteinn í bókun og kallaði ástandið ómenningu. Hafsteinn er úr minnihlutanum en fulltrúar meirihlutans í bæjarráði sögðust taka heilshugar undir tillögu hans. „Persónuleg umræða hefur verið til skammar og óþurftar fyrir bæjarbúa Kópavogs. Núverandi bæjarstjóri hefur meðal annars farið í pontu á bæjarstjórnarfundi og beðið menn þess sama og hér kemur fram. Fyrsta skrefið myndi vera að taka til í eigin ranni,“ sögðu þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri úr Sjálfstæðisflokki, Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs af Lista Kópavogsbúa og Ómar Stefánsson, varaformaður bæjarráðs úr Framsóknarflokki. Ásamt Karen, sem er úr Sjálfstæðisflokki, var Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi úr Samfylkingu, skipaður í starfshópinn í apríl. Karen segir þau nú tilbúin með tillögu um breytingar á fundarsköpum annars vegar og tillögu um sérstaka forsætisnefnd hins vegar. „Forsætisnefnd gæti reynst vel til að leysa ágreining áður en farið er með hann inn á fund þannig að bæjarstjórnarfundir yrðu markvissari og efnislegri,“ segir Karen, sem kveður slíka forsætisnefnd einnig mundu hafa það hlutverk að greina bæjarstjórnarfundi eftir á. „Nefndin gæti til dæmis tekið fund eins og þennan síðasta bæjarstjórnarfund, sem fór greinilega úr skorðum, og reynt að meta hvað fór úrskeiðis og jafnvel sest niður með viðkomandi bæjarfulltrúum. Við viljum stýra umræðunni frá persónulegum árásum og draga fram efnislegan ágreining,“ segir Karen, sem kveður þau Pétur einhuga í málinu. „Það þarf að leysa þessi mál öðruvísi en í beinni útsendingu á bæjarstjórnarfundum þannig að bæjarbúar séu á hlusta málefni bæjarbúa en ekki persónuleg málefni bæjarfulltrúa.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
„Við viljum alls ekki hefta að fólk tjái sig en það voru allir sammála um að þetta væri gengið það langt að það yrði að gera breytingar,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi og annar tveggja meðlima nefndar sem bæta á úr ófremdarástandi í bæjarstjórninni. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu eru hörð átök milli einstakra fulltrúa á bæjarstjórnarfundum í Kópavogi. Þær erjur eiga sér margra ára forsögu. Var svo komið í mars síðastliðnum að Hafsteinn Karlsson úr Samfylkingu lagði til í bæjarráði að stofnaður yrði vinnuhópur til að gera tillögur um vinnulag bæjarstjórnar. Sá bragur sem ríkt hefði um langa hríð í bæjarstjórninni væri til vansæmdar fyrir Kópavog. „Oft á tíðum líður málefnaleg umræða á bæjarstjórnarfundum og í fjölmiðlum fyrir persónulegt skítkast, brigslyrði, dylgjur og tilhæfulausar ásakanir. Óeining er um hvernig á að haga afgreiðslu mála og mikill tími fer í þras um slíkt,“ sagði Hafsteinn í bókun og kallaði ástandið ómenningu. Hafsteinn er úr minnihlutanum en fulltrúar meirihlutans í bæjarráði sögðust taka heilshugar undir tillögu hans. „Persónuleg umræða hefur verið til skammar og óþurftar fyrir bæjarbúa Kópavogs. Núverandi bæjarstjóri hefur meðal annars farið í pontu á bæjarstjórnarfundi og beðið menn þess sama og hér kemur fram. Fyrsta skrefið myndi vera að taka til í eigin ranni,“ sögðu þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri úr Sjálfstæðisflokki, Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs af Lista Kópavogsbúa og Ómar Stefánsson, varaformaður bæjarráðs úr Framsóknarflokki. Ásamt Karen, sem er úr Sjálfstæðisflokki, var Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi úr Samfylkingu, skipaður í starfshópinn í apríl. Karen segir þau nú tilbúin með tillögu um breytingar á fundarsköpum annars vegar og tillögu um sérstaka forsætisnefnd hins vegar. „Forsætisnefnd gæti reynst vel til að leysa ágreining áður en farið er með hann inn á fund þannig að bæjarstjórnarfundir yrðu markvissari og efnislegri,“ segir Karen, sem kveður slíka forsætisnefnd einnig mundu hafa það hlutverk að greina bæjarstjórnarfundi eftir á. „Nefndin gæti til dæmis tekið fund eins og þennan síðasta bæjarstjórnarfund, sem fór greinilega úr skorðum, og reynt að meta hvað fór úrskeiðis og jafnvel sest niður með viðkomandi bæjarfulltrúum. Við viljum stýra umræðunni frá persónulegum árásum og draga fram efnislegan ágreining,“ segir Karen, sem kveður þau Pétur einhuga í málinu. „Það þarf að leysa þessi mál öðruvísi en í beinni útsendingu á bæjarstjórnarfundum þannig að bæjarbúar séu á hlusta málefni bæjarbúa en ekki persónuleg málefni bæjarfulltrúa.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira