Franska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að samningur landsliðsþjálfarans Raymond Domenech verði framlengdur síðar í sumar og að það sé einróma álit sambandsins að hann verði áfram við stjórnvölinn hjá liðinu. Domenech er 54 ára gamall og hefur stýrt liðinu frá því árið 2004.