Innlent

Alvarlegt umferðarslys í Kópavogi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kona er alvarlega slösuð eftir bílslys sem varð á Nýbýlavegi rétt austan við Þverbrekku rétt fyrir klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan að ganga yfir götu þegar hún varð fyrir bílnum, en tildrög liggja ekki fyrir að öðru leyti. Dimmt var í morgun og skyggni mjög lélegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×