Erlent

Mannskætt lestarslys í Víetnam

Á annan tug manna er látinn og 200 eru slasaðir eftir að hraðlest fór út af sporinu í Víetnam í dag. Að minnsta kosti 30 hinna slösuðu eru í lífshættu. Lestin var á leið frá Hanoí, höfuðborg Víetnam, til borgarinnar Ho Chi Minh með um 500 farþega innanborðs. Ekki liggur fyrir hvers vegna lestin fór út af sporinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×