Innlent

Segja hækkanir einkum bitna á landsbyggðarfólki

BBI skrifar
Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli.
„Enn og aftur hafa samgönguyfirvöld boðað aukinn landsbyggðaskatt með ákvörðun um verulega hækkun farþegaskatta og flugþjónustugjalda," segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Samtökin telja að gríðarlegar skattahækkanir á flugþjónustu bitni einkum á landsbyggðarfólki.

Stjórnvöld hafa boðað 41% hækkum á farþegasköttum á Reykjavíkurflugvelli og 33% hækkun á lendingargjöld flugvéla. Umtalsverðar hækkanir urðu einnig á síðasta ári en á töflunni hér að neðan má sjá hækkanir síðustu ára.

Flugrekstraraðilar eru algerlega mótfallnir boðuðum hækkunum stjórnvalda sem þeir telja að komi niður á rekstrarafkomu almennra flugsamgangna og stuðli að frekari fækkun flugfarþega, sem þeir telja einkum fólk sem býr á landsbyggðinni.

„Fjölmennasti hópur flugfarþega eru íbúar landsbyggðarinnar sem sækja margs konar þjónustu til höfuðborgarinnar sem ekki er boðið uppá í heimabyggð," segir í tilkynningu.

„Mál er að linni. Landsbyggðin þarf á öðru að halda en búa við óhagræði í flugsamgöngum sem er oft er eini möguleiki almennings til ferða stóran hluta ársins, auk þess sem flugið stuðlar að heilsárs nýtingu fjárfestinga á landsbyggðinni í ferðaþjónustu," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×