Enski boltinn

Almunia skrifar undir - Vill klára ferilinn hjá Arsenal

Manuel Almunia hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal og hyggst ljúka ferlinum á Emirates vellinum.

Almunia vann sér loks sæti í byrjunarliði Arsenal á þessu tímabili eftir að hafa staðið í skugga Jens Lehman í þrjú ár. Hann kom frá Celta Vigo árið 2004 og þurfti aðeins 11 leiki í aðalliði Arsenal til þess að losa sig við Lehman.

Frammistaða Almunia á þessu tímabili hefur verið með þeim hætt að stjórn Arsenal ákvað í dag að verðlana hann með nýjum samningi. Ekki er vitað hve lengi hann gildir en Almunia sagði við heimasíðu Arsenal í dag að hann væri nú reiðubúinn að klára feril sinn hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×