Innlent

Vilja stækka umboðið á bak við meirihlutann á Akranesi

Randver Kári Randversson skrifar
Ólafur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
Ólafur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Vísir/GVA
„Við viljum stækka það umboð sem við höfum og þetta var að okkar mati skynsamlegur kostur. Það er samhljómur með þessum tveimur framboðum í megindráttum. Það sem ræður úrslitum í þessu er að Björt framtíð er hinn sigurvegari kosninganna“ segir Ólafur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi um þá ákvörðun að ganga til meirihlutaviðræðna við Bjarta framtíð.

Sjálfstæðisflokkurinn vann góðun sigur á Akranesi og bætti við sig þremur mönnum. Flokkurinn hlaut hreinan meirihluta í bæjarstórn, án þess að fá meirihluta atkvæða, en 41,8% fylgi dugði fyrir fimm bæjarfulltrúum.

Björt framtíð, sem bauð fram í fyrsta skipti á Akranesi, fékk 12,2% fylgi og náði inn einum manni.

„Við töluðum við öll framboð fljótlega eftir kosningarnar og svo má segja að við höfum byrjað að tala saman fyrir alvöru í gær og því verður fram haldið í dag. Það er góður gangur í þessu hjá okkur,“ segir Ólafur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.