Lífið

Kylie Minogue þakkar aðdáendum stuðning

Kylie Minogue.
Kylie Minogue.

Ástralska söngkonan Kylie Minogue þakkaði aðdáendum sínum sérstaklega fyrir stuðning þeirra þegar heimildarmynd um hana var frumsýnd í London í gær. Myndin, White Diamond, fjallar um baráttu Minogue eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein í fyrra.

Með Minogue á frumsýningunni var systir hennar Danni og leikarinn Rupert Everett. Fyrir sýninguna þakkaði Minogue aðdáendum sínum sérstaklega fyrir þann stuðning sem þeir sýndu henni á meðan á veikindum hennar stóð.

Í næsta mánuði kemur út fyrsta plata Minogue í meira en fjögur ár. Mikil eftirvænting ríkir meðal aðdáenda hennar og í sumar láku nokkur lög af plötunni á Netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.