Skjólstæðingur 50 Cent 13. október 2005 14:24 Það virðist allt breytast í gull sem rapparinn 50 Cent kemur nálægt. Hann átti langmest seldu plötu ársins í Bandaríkjunum í fyrra. Fyrsta plata hljómsveitarinnar hans, G-Unit, fór ekki jafn vel, en seldist samt í yfir tveimur milljónum eintaka. Einn af meðlimum G-Unit var að senda frá sér sína fyrstu sólóplötu. Hún kom út hjá plötufyrirtæki 50 Cent og það var ekki að því að spyrja:Hún fór beint í fyrsta sæti bandaríska vinsældarlistans. Platan heitir The Hunger For More og er með Lloyd Banks. Hann sagði þegar hann fékk var spurður út í þessar góðu móttökur. "Ég bjóst nú ekkert endilega við þessu, en 50 Cent vissi þetta. Hann var búinn að segja mér að þetta mundi gerast." En hver er þessi Lloyd Banks? Lloyd Banks heitir réttu nafni Christopher Lloyd. Hann fæddist fyriir 22 árum í South Jamaica í Queens í New York. Móðir hans er frá Puerto Rico, en faðir hans er svertingi. Þau voru ung og giftust aldrei. "Þegar ég var hjá mömmu-fólki þá var ég alltaf svarti sauðurinn, enginn bjóst við því að það yrði neitt úr mér," segir Lloyd, "en þegar ég var hjá pabba-fólki var ég engillinn, enda voru allir frændur mínir afbrotamenn"... Pabbi hans dvaldi töluverðan hluta af uppvaxtarárunum í fangelsi. "Mamma kenndi mér allt," segir Lloyd, "þegar ég var í gaggó tók hún gúrku og sýndi mér hvernig maður setur smokk á"... Lloyd var feiminn í æsku og faldi það fyrst fyrir öllum þegar hann fór að rappa. Þegar hann loksins þorði að leyfa fólki að heyra í honum sló hann hinsvegar strax í gegn í hverfinu. Hann er undir áhrifum frá goðsögnum eins og Big Daddy Kane og Slick Rick. Lloyd fór snemma að rappa inn á mix-spólur. Annar strákur í hverfinu sem þótti góður var Tony Yayo (sem er líka í G-Unit). Einn daginn mætti Tony á fund Lloyd með vin sinn, rappara sem kallaði sig 50 Cent. Þeir spurðu Lloyd hvort hann vildi vera með þeim í rapphljómsveit.. Lloyd sló til... Þó að The Hunger For More sé fyrsta plata Lloyd Banks þá er hann ekkert að byrja í bransanum. Hann hefur lengi verið mjög vinsæll rappari á mix-teipum og diskum. Þetta eru hálfopinberar útgáfur sem eru seldar á götum úti, en ná ekki inn í venjulegar plötubúðir. Margir rapparar í New York vekja á sér athygli í hip-hop klúbbum eins og Freestyle Fridays og Lyricist Lounge. Lloyd kom ekki fram þar, en hann sló í gegn á mix-spólu markaðnum. Fyrr á árinu var hann valinn besti mix-teip listamaður ársins 2003. Árið í fyrra var annars erfitt fyrir hann. Hann missti bæði afa sinn og föðurbróður og einn af sínum bestu vinum sem var skotinn. Lloyd var í London þegar honum bárust fréttirnar. The Hunger For More er nokkuð flott plata. Hún er bæði fjölbreytt og grípandi. Hún er töluvert betri en G-Unit platan frá því í fyrra. Flest lögin á henni eru pródúseruð af lítt þekktum pródúserum, en Timbaland á eitt, Hi-Tek eitt og Eminem tvö. Lloyd ber plötuna að mestu uppi sjálfur, en félagar hans í G-Unit, Tony Yayo og Young Buck rappa í einu lagi hvor, 50 Cent er í tveimur og Eminem, Snoop Dogg og Nate Dogg koma við sögu líka. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Það virðist allt breytast í gull sem rapparinn 50 Cent kemur nálægt. Hann átti langmest seldu plötu ársins í Bandaríkjunum í fyrra. Fyrsta plata hljómsveitarinnar hans, G-Unit, fór ekki jafn vel, en seldist samt í yfir tveimur milljónum eintaka. Einn af meðlimum G-Unit var að senda frá sér sína fyrstu sólóplötu. Hún kom út hjá plötufyrirtæki 50 Cent og það var ekki að því að spyrja:Hún fór beint í fyrsta sæti bandaríska vinsældarlistans. Platan heitir The Hunger For More og er með Lloyd Banks. Hann sagði þegar hann fékk var spurður út í þessar góðu móttökur. "Ég bjóst nú ekkert endilega við þessu, en 50 Cent vissi þetta. Hann var búinn að segja mér að þetta mundi gerast." En hver er þessi Lloyd Banks? Lloyd Banks heitir réttu nafni Christopher Lloyd. Hann fæddist fyriir 22 árum í South Jamaica í Queens í New York. Móðir hans er frá Puerto Rico, en faðir hans er svertingi. Þau voru ung og giftust aldrei. "Þegar ég var hjá mömmu-fólki þá var ég alltaf svarti sauðurinn, enginn bjóst við því að það yrði neitt úr mér," segir Lloyd, "en þegar ég var hjá pabba-fólki var ég engillinn, enda voru allir frændur mínir afbrotamenn"... Pabbi hans dvaldi töluverðan hluta af uppvaxtarárunum í fangelsi. "Mamma kenndi mér allt," segir Lloyd, "þegar ég var í gaggó tók hún gúrku og sýndi mér hvernig maður setur smokk á"... Lloyd var feiminn í æsku og faldi það fyrst fyrir öllum þegar hann fór að rappa. Þegar hann loksins þorði að leyfa fólki að heyra í honum sló hann hinsvegar strax í gegn í hverfinu. Hann er undir áhrifum frá goðsögnum eins og Big Daddy Kane og Slick Rick. Lloyd fór snemma að rappa inn á mix-spólur. Annar strákur í hverfinu sem þótti góður var Tony Yayo (sem er líka í G-Unit). Einn daginn mætti Tony á fund Lloyd með vin sinn, rappara sem kallaði sig 50 Cent. Þeir spurðu Lloyd hvort hann vildi vera með þeim í rapphljómsveit.. Lloyd sló til... Þó að The Hunger For More sé fyrsta plata Lloyd Banks þá er hann ekkert að byrja í bransanum. Hann hefur lengi verið mjög vinsæll rappari á mix-teipum og diskum. Þetta eru hálfopinberar útgáfur sem eru seldar á götum úti, en ná ekki inn í venjulegar plötubúðir. Margir rapparar í New York vekja á sér athygli í hip-hop klúbbum eins og Freestyle Fridays og Lyricist Lounge. Lloyd kom ekki fram þar, en hann sló í gegn á mix-spólu markaðnum. Fyrr á árinu var hann valinn besti mix-teip listamaður ársins 2003. Árið í fyrra var annars erfitt fyrir hann. Hann missti bæði afa sinn og föðurbróður og einn af sínum bestu vinum sem var skotinn. Lloyd var í London þegar honum bárust fréttirnar. The Hunger For More er nokkuð flott plata. Hún er bæði fjölbreytt og grípandi. Hún er töluvert betri en G-Unit platan frá því í fyrra. Flest lögin á henni eru pródúseruð af lítt þekktum pródúserum, en Timbaland á eitt, Hi-Tek eitt og Eminem tvö. Lloyd ber plötuna að mestu uppi sjálfur, en félagar hans í G-Unit, Tony Yayo og Young Buck rappa í einu lagi hvor, 50 Cent er í tveimur og Eminem, Snoop Dogg og Nate Dogg koma við sögu líka.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira