Lífið

Cortney Cox og David Arquette safna fé fyrir veik börn

Hjónin safna fé fyrir fárveik börn.
Hjónin safna fé fyrir fárveik börn.

Courteney Cox og David Arquette ætla að fá vini sína í lið með sér til að afla 80 milljóna íslenskra króna á tveimur vikum í baráttu gegn Epidermolysis Bullosa, sem er sjaldgæfur húðsjúkdómur og leggst á börn.

Stórstjörnur á borð við Jennifer Aniston, Orlando Bloom, Kate Beckinsale, Rashida Jones, James Marsden og Eva Longoria Parker munu taka þátt í verkefninu. Öll munu þau styðja Epidermolysis Bullosa samtökin með ríflegum peningagjöfum og með því að lána þeim dýrmæt andlit sín í kynningarskyni.

„EB snertir mig svo mikið persónulega og ég er þess vegna mjög ánægð með að eiga þátt í þessu markmiði," sagði Cox í yfirlýsingu til AP fréttastofunnar. „Það er mjög mikilvægt að rannsóknum á sjúkdómnum miði hratt og vel áfram núna," sagði hún jafnframt.

Epidermolysis Bullosa er erfðasjúkdómur sem orsakar það að húðin eyðileggst við minnstu snertingu. Sjúklingar eru oft með mörg sár sem líkjast brunasárum og gróa aldrei. Þeir sem hafa Epidermolysis Bullosa ná sjaldnast að verða þrítugir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.