Innlent

Á sjötta tug kaupsamninga þinglýst í vikunni

Fimmtíu og fimm kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Þar af voru 44 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.754 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Allir voru það samningar um eignir í fjölbýli. Heildarveltan var 88 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22 milljónir króna.

Á þessum sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 50 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,7 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×