Jóhann: Var ómögulegt að standa sig vel hjá KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2008 09:00 Jóhann Þórhallsson var í byrjunarliði KR í báðum leikjum liðsins gegn Fylki í deildinni í fyrra. Þeim lyktaði báðum með jafntefli. Mynd/Daníel Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Fylkis eftir eins árs dvöl hjá KR. Hann segir í samtali við Vísi að dvölin hjá KR hafi ollið honum vonbrigðum. „Já, þetta voru mikil vonbrigði. Maður gerir meiri kröfur til sín en svo. En þegar maður lítur tilbaka var í raun ómögulegt að standa sig vel. Það var mikið að þetta tímabilið en það er of mikið að fara út í þá sálma hér og nú. En það er óhætt að segja að tímabilið í fyrra hafi verið hræðilegt hjá öllum." „Ég lagði persónulega allt mitt í þetta en það bara gekk einfaldlega ekki upp," sagði Jóhann. KR sankaði að sér mörgum góðum leikmönnum fyrir síðasta tímabil og var Jóhann einn þeirra. En gengi liðsins á Íslandsmótinu var skelfilegt. Fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í áttundu umferð og KR var í neðsta sæti deildarinnar fram í sautjándu umferð með einni undantekningu. Á endanum varð liðið í áttunda sæti með sextán stig sem hefur langoftast ekki dugað til að halda sæti sínu í deildinni. „Strax eftir tímabilið fékk KR einhver tilboð í mig og voru þeir í stjórninni þá þegar búnir að marka sér þá stefnu að losa sig við framherja og fá miðjumann í staðinn," sagði Jóhann. „Logi (Ólafsson þjálfari KR) gerði því ráð fyrir að ég myndi fara fljótlega og hef ég þess vegna lítið fengið að spila á undirbúningstímabilinu, vil ég meina. En ég hef engar áhyggjur af því, ég hef áður lent í því að koma seint inn í undirbúningstímabilið og staðið mig svo vel í mótinu sjálfu." Fylkir varð í fjórða sæti í Landsbankadeildinni á síðasta tímabili en hafa misst marga menn síðan þá. Þrír framherjar eru horfnir á braut en félagið fékk þó Danann Allan Dyring frá FH í haust. Með komu Jóhanns hefur nú birt til í sóknarlínu Fylkisliðsins. „Ég er mjög ánægður og sáttur. Nú þarf bara að spýta í lófana og gera gótt mót." Honum líst vel á framtíðina eftir að hafa rætt við Leif Garðarsson, þjálfara Fylkis, og forráðamenn liðsins að undanförnu. „Leifur hefur trú á mér og er það mikilvægt. Ég hef ekki fundið mikið fyrir því í Vesturbænum. Mitt hlutverk í liðinu verður að spila í framlínunni sem ég tel að henti mér mun betur en á kantinum, þar sem ég spilaði helst með KR." „Það er greinilegt að Fylkismenn stefna hátt og félagið er með góðan leikmannahóp. Ég kannast líka við Leif frá því að hann þjálfaði mig þegar ég var gutti í Þór á Akureyri og hef ég alltaf kunnað vel við hann." „Þetta er líka fjölskylduklúbbur og hef ég alltaf þrifist í slíkum félögum. Ég er uppalinn í einum slíkum, Þór á Akureyri, og það gekk líka vel hjá mér í Grindavík þegar ég var þar." Jóhann er 28 ára gamall og á að baki 77 leiki og 24 mörk í efstu deild hér á landi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Fylkis eftir eins árs dvöl hjá KR. Hann segir í samtali við Vísi að dvölin hjá KR hafi ollið honum vonbrigðum. „Já, þetta voru mikil vonbrigði. Maður gerir meiri kröfur til sín en svo. En þegar maður lítur tilbaka var í raun ómögulegt að standa sig vel. Það var mikið að þetta tímabilið en það er of mikið að fara út í þá sálma hér og nú. En það er óhætt að segja að tímabilið í fyrra hafi verið hræðilegt hjá öllum." „Ég lagði persónulega allt mitt í þetta en það bara gekk einfaldlega ekki upp," sagði Jóhann. KR sankaði að sér mörgum góðum leikmönnum fyrir síðasta tímabil og var Jóhann einn þeirra. En gengi liðsins á Íslandsmótinu var skelfilegt. Fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í áttundu umferð og KR var í neðsta sæti deildarinnar fram í sautjándu umferð með einni undantekningu. Á endanum varð liðið í áttunda sæti með sextán stig sem hefur langoftast ekki dugað til að halda sæti sínu í deildinni. „Strax eftir tímabilið fékk KR einhver tilboð í mig og voru þeir í stjórninni þá þegar búnir að marka sér þá stefnu að losa sig við framherja og fá miðjumann í staðinn," sagði Jóhann. „Logi (Ólafsson þjálfari KR) gerði því ráð fyrir að ég myndi fara fljótlega og hef ég þess vegna lítið fengið að spila á undirbúningstímabilinu, vil ég meina. En ég hef engar áhyggjur af því, ég hef áður lent í því að koma seint inn í undirbúningstímabilið og staðið mig svo vel í mótinu sjálfu." Fylkir varð í fjórða sæti í Landsbankadeildinni á síðasta tímabili en hafa misst marga menn síðan þá. Þrír framherjar eru horfnir á braut en félagið fékk þó Danann Allan Dyring frá FH í haust. Með komu Jóhanns hefur nú birt til í sóknarlínu Fylkisliðsins. „Ég er mjög ánægður og sáttur. Nú þarf bara að spýta í lófana og gera gótt mót." Honum líst vel á framtíðina eftir að hafa rætt við Leif Garðarsson, þjálfara Fylkis, og forráðamenn liðsins að undanförnu. „Leifur hefur trú á mér og er það mikilvægt. Ég hef ekki fundið mikið fyrir því í Vesturbænum. Mitt hlutverk í liðinu verður að spila í framlínunni sem ég tel að henti mér mun betur en á kantinum, þar sem ég spilaði helst með KR." „Það er greinilegt að Fylkismenn stefna hátt og félagið er með góðan leikmannahóp. Ég kannast líka við Leif frá því að hann þjálfaði mig þegar ég var gutti í Þór á Akureyri og hef ég alltaf kunnað vel við hann." „Þetta er líka fjölskylduklúbbur og hef ég alltaf þrifist í slíkum félögum. Ég er uppalinn í einum slíkum, Þór á Akureyri, og það gekk líka vel hjá mér í Grindavík þegar ég var þar." Jóhann er 28 ára gamall og á að baki 77 leiki og 24 mörk í efstu deild hér á landi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira