Jóhann: Var ómögulegt að standa sig vel hjá KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2008 09:00 Jóhann Þórhallsson var í byrjunarliði KR í báðum leikjum liðsins gegn Fylki í deildinni í fyrra. Þeim lyktaði báðum með jafntefli. Mynd/Daníel Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Fylkis eftir eins árs dvöl hjá KR. Hann segir í samtali við Vísi að dvölin hjá KR hafi ollið honum vonbrigðum. „Já, þetta voru mikil vonbrigði. Maður gerir meiri kröfur til sín en svo. En þegar maður lítur tilbaka var í raun ómögulegt að standa sig vel. Það var mikið að þetta tímabilið en það er of mikið að fara út í þá sálma hér og nú. En það er óhætt að segja að tímabilið í fyrra hafi verið hræðilegt hjá öllum." „Ég lagði persónulega allt mitt í þetta en það bara gekk einfaldlega ekki upp," sagði Jóhann. KR sankaði að sér mörgum góðum leikmönnum fyrir síðasta tímabil og var Jóhann einn þeirra. En gengi liðsins á Íslandsmótinu var skelfilegt. Fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í áttundu umferð og KR var í neðsta sæti deildarinnar fram í sautjándu umferð með einni undantekningu. Á endanum varð liðið í áttunda sæti með sextán stig sem hefur langoftast ekki dugað til að halda sæti sínu í deildinni. „Strax eftir tímabilið fékk KR einhver tilboð í mig og voru þeir í stjórninni þá þegar búnir að marka sér þá stefnu að losa sig við framherja og fá miðjumann í staðinn," sagði Jóhann. „Logi (Ólafsson þjálfari KR) gerði því ráð fyrir að ég myndi fara fljótlega og hef ég þess vegna lítið fengið að spila á undirbúningstímabilinu, vil ég meina. En ég hef engar áhyggjur af því, ég hef áður lent í því að koma seint inn í undirbúningstímabilið og staðið mig svo vel í mótinu sjálfu." Fylkir varð í fjórða sæti í Landsbankadeildinni á síðasta tímabili en hafa misst marga menn síðan þá. Þrír framherjar eru horfnir á braut en félagið fékk þó Danann Allan Dyring frá FH í haust. Með komu Jóhanns hefur nú birt til í sóknarlínu Fylkisliðsins. „Ég er mjög ánægður og sáttur. Nú þarf bara að spýta í lófana og gera gótt mót." Honum líst vel á framtíðina eftir að hafa rætt við Leif Garðarsson, þjálfara Fylkis, og forráðamenn liðsins að undanförnu. „Leifur hefur trú á mér og er það mikilvægt. Ég hef ekki fundið mikið fyrir því í Vesturbænum. Mitt hlutverk í liðinu verður að spila í framlínunni sem ég tel að henti mér mun betur en á kantinum, þar sem ég spilaði helst með KR." „Það er greinilegt að Fylkismenn stefna hátt og félagið er með góðan leikmannahóp. Ég kannast líka við Leif frá því að hann þjálfaði mig þegar ég var gutti í Þór á Akureyri og hef ég alltaf kunnað vel við hann." „Þetta er líka fjölskylduklúbbur og hef ég alltaf þrifist í slíkum félögum. Ég er uppalinn í einum slíkum, Þór á Akureyri, og það gekk líka vel hjá mér í Grindavík þegar ég var þar." Jóhann er 28 ára gamall og á að baki 77 leiki og 24 mörk í efstu deild hér á landi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Fylkis eftir eins árs dvöl hjá KR. Hann segir í samtali við Vísi að dvölin hjá KR hafi ollið honum vonbrigðum. „Já, þetta voru mikil vonbrigði. Maður gerir meiri kröfur til sín en svo. En þegar maður lítur tilbaka var í raun ómögulegt að standa sig vel. Það var mikið að þetta tímabilið en það er of mikið að fara út í þá sálma hér og nú. En það er óhætt að segja að tímabilið í fyrra hafi verið hræðilegt hjá öllum." „Ég lagði persónulega allt mitt í þetta en það bara gekk einfaldlega ekki upp," sagði Jóhann. KR sankaði að sér mörgum góðum leikmönnum fyrir síðasta tímabil og var Jóhann einn þeirra. En gengi liðsins á Íslandsmótinu var skelfilegt. Fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í áttundu umferð og KR var í neðsta sæti deildarinnar fram í sautjándu umferð með einni undantekningu. Á endanum varð liðið í áttunda sæti með sextán stig sem hefur langoftast ekki dugað til að halda sæti sínu í deildinni. „Strax eftir tímabilið fékk KR einhver tilboð í mig og voru þeir í stjórninni þá þegar búnir að marka sér þá stefnu að losa sig við framherja og fá miðjumann í staðinn," sagði Jóhann. „Logi (Ólafsson þjálfari KR) gerði því ráð fyrir að ég myndi fara fljótlega og hef ég þess vegna lítið fengið að spila á undirbúningstímabilinu, vil ég meina. En ég hef engar áhyggjur af því, ég hef áður lent í því að koma seint inn í undirbúningstímabilið og staðið mig svo vel í mótinu sjálfu." Fylkir varð í fjórða sæti í Landsbankadeildinni á síðasta tímabili en hafa misst marga menn síðan þá. Þrír framherjar eru horfnir á braut en félagið fékk þó Danann Allan Dyring frá FH í haust. Með komu Jóhanns hefur nú birt til í sóknarlínu Fylkisliðsins. „Ég er mjög ánægður og sáttur. Nú þarf bara að spýta í lófana og gera gótt mót." Honum líst vel á framtíðina eftir að hafa rætt við Leif Garðarsson, þjálfara Fylkis, og forráðamenn liðsins að undanförnu. „Leifur hefur trú á mér og er það mikilvægt. Ég hef ekki fundið mikið fyrir því í Vesturbænum. Mitt hlutverk í liðinu verður að spila í framlínunni sem ég tel að henti mér mun betur en á kantinum, þar sem ég spilaði helst með KR." „Það er greinilegt að Fylkismenn stefna hátt og félagið er með góðan leikmannahóp. Ég kannast líka við Leif frá því að hann þjálfaði mig þegar ég var gutti í Þór á Akureyri og hef ég alltaf kunnað vel við hann." „Þetta er líka fjölskylduklúbbur og hef ég alltaf þrifist í slíkum félögum. Ég er uppalinn í einum slíkum, Þór á Akureyri, og það gekk líka vel hjá mér í Grindavík þegar ég var þar." Jóhann er 28 ára gamall og á að baki 77 leiki og 24 mörk í efstu deild hér á landi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira