Jóhann: Var ómögulegt að standa sig vel hjá KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2008 09:00 Jóhann Þórhallsson var í byrjunarliði KR í báðum leikjum liðsins gegn Fylki í deildinni í fyrra. Þeim lyktaði báðum með jafntefli. Mynd/Daníel Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Fylkis eftir eins árs dvöl hjá KR. Hann segir í samtali við Vísi að dvölin hjá KR hafi ollið honum vonbrigðum. „Já, þetta voru mikil vonbrigði. Maður gerir meiri kröfur til sín en svo. En þegar maður lítur tilbaka var í raun ómögulegt að standa sig vel. Það var mikið að þetta tímabilið en það er of mikið að fara út í þá sálma hér og nú. En það er óhætt að segja að tímabilið í fyrra hafi verið hræðilegt hjá öllum." „Ég lagði persónulega allt mitt í þetta en það bara gekk einfaldlega ekki upp," sagði Jóhann. KR sankaði að sér mörgum góðum leikmönnum fyrir síðasta tímabil og var Jóhann einn þeirra. En gengi liðsins á Íslandsmótinu var skelfilegt. Fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í áttundu umferð og KR var í neðsta sæti deildarinnar fram í sautjándu umferð með einni undantekningu. Á endanum varð liðið í áttunda sæti með sextán stig sem hefur langoftast ekki dugað til að halda sæti sínu í deildinni. „Strax eftir tímabilið fékk KR einhver tilboð í mig og voru þeir í stjórninni þá þegar búnir að marka sér þá stefnu að losa sig við framherja og fá miðjumann í staðinn," sagði Jóhann. „Logi (Ólafsson þjálfari KR) gerði því ráð fyrir að ég myndi fara fljótlega og hef ég þess vegna lítið fengið að spila á undirbúningstímabilinu, vil ég meina. En ég hef engar áhyggjur af því, ég hef áður lent í því að koma seint inn í undirbúningstímabilið og staðið mig svo vel í mótinu sjálfu." Fylkir varð í fjórða sæti í Landsbankadeildinni á síðasta tímabili en hafa misst marga menn síðan þá. Þrír framherjar eru horfnir á braut en félagið fékk þó Danann Allan Dyring frá FH í haust. Með komu Jóhanns hefur nú birt til í sóknarlínu Fylkisliðsins. „Ég er mjög ánægður og sáttur. Nú þarf bara að spýta í lófana og gera gótt mót." Honum líst vel á framtíðina eftir að hafa rætt við Leif Garðarsson, þjálfara Fylkis, og forráðamenn liðsins að undanförnu. „Leifur hefur trú á mér og er það mikilvægt. Ég hef ekki fundið mikið fyrir því í Vesturbænum. Mitt hlutverk í liðinu verður að spila í framlínunni sem ég tel að henti mér mun betur en á kantinum, þar sem ég spilaði helst með KR." „Það er greinilegt að Fylkismenn stefna hátt og félagið er með góðan leikmannahóp. Ég kannast líka við Leif frá því að hann þjálfaði mig þegar ég var gutti í Þór á Akureyri og hef ég alltaf kunnað vel við hann." „Þetta er líka fjölskylduklúbbur og hef ég alltaf þrifist í slíkum félögum. Ég er uppalinn í einum slíkum, Þór á Akureyri, og það gekk líka vel hjá mér í Grindavík þegar ég var þar." Jóhann er 28 ára gamall og á að baki 77 leiki og 24 mörk í efstu deild hér á landi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Fylkis eftir eins árs dvöl hjá KR. Hann segir í samtali við Vísi að dvölin hjá KR hafi ollið honum vonbrigðum. „Já, þetta voru mikil vonbrigði. Maður gerir meiri kröfur til sín en svo. En þegar maður lítur tilbaka var í raun ómögulegt að standa sig vel. Það var mikið að þetta tímabilið en það er of mikið að fara út í þá sálma hér og nú. En það er óhætt að segja að tímabilið í fyrra hafi verið hræðilegt hjá öllum." „Ég lagði persónulega allt mitt í þetta en það bara gekk einfaldlega ekki upp," sagði Jóhann. KR sankaði að sér mörgum góðum leikmönnum fyrir síðasta tímabil og var Jóhann einn þeirra. En gengi liðsins á Íslandsmótinu var skelfilegt. Fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í áttundu umferð og KR var í neðsta sæti deildarinnar fram í sautjándu umferð með einni undantekningu. Á endanum varð liðið í áttunda sæti með sextán stig sem hefur langoftast ekki dugað til að halda sæti sínu í deildinni. „Strax eftir tímabilið fékk KR einhver tilboð í mig og voru þeir í stjórninni þá þegar búnir að marka sér þá stefnu að losa sig við framherja og fá miðjumann í staðinn," sagði Jóhann. „Logi (Ólafsson þjálfari KR) gerði því ráð fyrir að ég myndi fara fljótlega og hef ég þess vegna lítið fengið að spila á undirbúningstímabilinu, vil ég meina. En ég hef engar áhyggjur af því, ég hef áður lent í því að koma seint inn í undirbúningstímabilið og staðið mig svo vel í mótinu sjálfu." Fylkir varð í fjórða sæti í Landsbankadeildinni á síðasta tímabili en hafa misst marga menn síðan þá. Þrír framherjar eru horfnir á braut en félagið fékk þó Danann Allan Dyring frá FH í haust. Með komu Jóhanns hefur nú birt til í sóknarlínu Fylkisliðsins. „Ég er mjög ánægður og sáttur. Nú þarf bara að spýta í lófana og gera gótt mót." Honum líst vel á framtíðina eftir að hafa rætt við Leif Garðarsson, þjálfara Fylkis, og forráðamenn liðsins að undanförnu. „Leifur hefur trú á mér og er það mikilvægt. Ég hef ekki fundið mikið fyrir því í Vesturbænum. Mitt hlutverk í liðinu verður að spila í framlínunni sem ég tel að henti mér mun betur en á kantinum, þar sem ég spilaði helst með KR." „Það er greinilegt að Fylkismenn stefna hátt og félagið er með góðan leikmannahóp. Ég kannast líka við Leif frá því að hann þjálfaði mig þegar ég var gutti í Þór á Akureyri og hef ég alltaf kunnað vel við hann." „Þetta er líka fjölskylduklúbbur og hef ég alltaf þrifist í slíkum félögum. Ég er uppalinn í einum slíkum, Þór á Akureyri, og það gekk líka vel hjá mér í Grindavík þegar ég var þar." Jóhann er 28 ára gamall og á að baki 77 leiki og 24 mörk í efstu deild hér á landi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira