Lögmenn óánægðir með vinnubrögð Alþingis 5. desember 2008 10:58 Lögmannafélag Íslands er óánægt með vinnubrögð Alþingis að undanförnu og hefur stjórn félagsins ritað forseta Alþingis bréf þar sem komið er á framfæri athugasemdum. Þar segir meðal annars að borið hafi á því að lagafrumvörp hafi verið afgreidd sem lög frá Alþingi í miklum flýti og jafnvel án þess að leitað hafi verið eftir umsögn eða áliti sérfræðinga á þeim, „svo sem jafnan er gert." „Stjórn Lögmannafélags Íslands gerir sér grein fyrir því að Alþingi hefur, vegna hinna umfangsmiklu erfiðleika sem upp hafa komið í kjölfar falls íslensku bankanna og tengdra atburða, þurft á stundum að bregðast við með skjótum hætti. Stjórn félagsins leyfir sér hins vegar að benda á að nauðsyn þess að vanda vel til við smíði og málsmeðferðar lagafrumvarpa fyrir þinginu er sjaldnast meiri en einmitt undir slíkum kringumstæðum," segir í bréfinu. „Það er sammerkt þeim frumvörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi á síðustu vikum, að þau snerta mörg hver mikilsverð réttindi manna, svo sem friðhelgi einkalífs, málsmeðferð fyrir rannsóknaraðilum og dómstólum, meðferð trúnaðarupplýsinga o.fl., þ.e. réttindi sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu," segir einnig. Telur stjórn Lögmannafélagsins afar brýnt þegar svo mikilsverð réttindi eru til meðferðar í þinginu, „að jafnan sé leitað álits færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði, bæði fyrir og ekki síður á meðan frumvörp eru til meðferðar þingsins. Það er grundvallaratriði að ný löggjöf sé þannig úr garði gerð að engin hætta sé á að hún brjóti gegn stjórnarskrá lýðveldsins og/eða öðrum viðurkenndum grundvallarreglum og/eða alþjóðasáttmálum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Slíkt er til þess fallið að auka á ósætti og ágreining í samfélaginu og þá jafnframt álag á réttarkerfi landsins." Að lokum segir í bréfinu að sú þróun, sem vakin er athygli á í bréfinu, gæti ógnað réttaröryggi borgaranna og vegið að þeim gildum sem almennt eru viðurkennd í lýðræðissamfélögum. „Með þessu gæti ímynd Íslands sem lýðræðisríkis ekki aðeins beðið hnekki á alþjóðavettvangi, heldur einnig gert þá slæmu stöðu sem nú er uppi, enn verri. Sú staða gæti á örskotsstundu eyðilagt margt það sem áunnist hefur á undanförnum áratugum, nokkuð sem erfitt gæti verið að vinna til baka nema á löngum tíma." Undir bréfið ritar fyrir hönd stjórnar Lögmannafélags Íslands, Lárentsínus Kristjánsson, hrl., formaður. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Lögmannafélag Íslands er óánægt með vinnubrögð Alþingis að undanförnu og hefur stjórn félagsins ritað forseta Alþingis bréf þar sem komið er á framfæri athugasemdum. Þar segir meðal annars að borið hafi á því að lagafrumvörp hafi verið afgreidd sem lög frá Alþingi í miklum flýti og jafnvel án þess að leitað hafi verið eftir umsögn eða áliti sérfræðinga á þeim, „svo sem jafnan er gert." „Stjórn Lögmannafélags Íslands gerir sér grein fyrir því að Alþingi hefur, vegna hinna umfangsmiklu erfiðleika sem upp hafa komið í kjölfar falls íslensku bankanna og tengdra atburða, þurft á stundum að bregðast við með skjótum hætti. Stjórn félagsins leyfir sér hins vegar að benda á að nauðsyn þess að vanda vel til við smíði og málsmeðferðar lagafrumvarpa fyrir þinginu er sjaldnast meiri en einmitt undir slíkum kringumstæðum," segir í bréfinu. „Það er sammerkt þeim frumvörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi á síðustu vikum, að þau snerta mörg hver mikilsverð réttindi manna, svo sem friðhelgi einkalífs, málsmeðferð fyrir rannsóknaraðilum og dómstólum, meðferð trúnaðarupplýsinga o.fl., þ.e. réttindi sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu," segir einnig. Telur stjórn Lögmannafélagsins afar brýnt þegar svo mikilsverð réttindi eru til meðferðar í þinginu, „að jafnan sé leitað álits færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði, bæði fyrir og ekki síður á meðan frumvörp eru til meðferðar þingsins. Það er grundvallaratriði að ný löggjöf sé þannig úr garði gerð að engin hætta sé á að hún brjóti gegn stjórnarskrá lýðveldsins og/eða öðrum viðurkenndum grundvallarreglum og/eða alþjóðasáttmálum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Slíkt er til þess fallið að auka á ósætti og ágreining í samfélaginu og þá jafnframt álag á réttarkerfi landsins." Að lokum segir í bréfinu að sú þróun, sem vakin er athygli á í bréfinu, gæti ógnað réttaröryggi borgaranna og vegið að þeim gildum sem almennt eru viðurkennd í lýðræðissamfélögum. „Með þessu gæti ímynd Íslands sem lýðræðisríkis ekki aðeins beðið hnekki á alþjóðavettvangi, heldur einnig gert þá slæmu stöðu sem nú er uppi, enn verri. Sú staða gæti á örskotsstundu eyðilagt margt það sem áunnist hefur á undanförnum áratugum, nokkuð sem erfitt gæti verið að vinna til baka nema á löngum tíma." Undir bréfið ritar fyrir hönd stjórnar Lögmannafélags Íslands, Lárentsínus Kristjánsson, hrl., formaður.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira