Eldar úr engu fyrir fátæka námsmenn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2014 18:27 Námsmenn eiga sjaldnast fulla ísskápa af hráefni en það stoppar ekki Ástu sem notar hugmyndaauðgi í eldhúsinu. Fréttablaðið/ Ásta Maack er 23 ára nemi í líffræði við Háskóla Íslands sem starfar sem tollvörður á sumrin. Hún ákvað í ágúst að hefja skrif á bloggsíðu þar sem hún gefur námsmönnum hugmyndir að ódýrum mat sem auðvelt er að matbúa. „Fullt af nemendum kaupa matinn sinn alltaf tilbúinn, finnst hann í raun ekkert spes en dettur bara ekkert annað í hug. Ég skil ekki hvernig fólk nær að lifa á námslánum en kaupa svo alltaf tilbúinn mat sem kostar fullt af pening,“ útskýrir Ásta sem býr ásamt kærastanum sínum á stúdentagörðunum við Sæmundargötu. Bloggsíðu sína kallar Ásta einfaldlega Fátæki námsmaðurinn. Á síðuna setur Ásta inn uppskriftir þar sem bókstaflega ekkert hefur verið til í eldhúsinu nema hugmyndaauðgi hennar. En við hverju mega áhugasamir lesendur búast á næstunni? „Alveg helling af alls konar. Bæði ódýrum réttum sem ég geri þegar ekkert er til í eldhúsinu, millimála gúrm-réttum en einnig stærri máltíðum sem kosta aðeins meira en endast lengur.“eINFALT OG GOTT Núðlur eru herramannsmatur og sérstaklega þegar með þeim eru marineraðar rækjur. Mynd/ÁstaUppskrift að einföldum glernúðlum með marineruðum rækjum: Ástu dauðlangaði skyndilega í rækjur, sem gerist að hennar sögn ekki oft, og því ákvað hún að deila þessum einfalda og ódýra núðlurétti með lesendum Vísis. Innihald: Um 200 gr rækjur, fékk þær ódýrar frosnar Um 100 gr glernúðlur, auðvitað má nota hvaða núðlur sem er en mamma gaf mér þessar og þær eru snilld, svo ég nota þær. Hálfur eða heill chili-pipar, fræhreinsaður 1 þumlungur engifer 1 stór geiri hvítlaukur Kóríander Sojasósa ½ tsk. hunang 1 stk. lime Sweet chili-sósa Aukalega pínulítið hnetusmjör, ég nota það í staðinn fyrir hnetu- eða satay-sósu, því ég á það ekki. Aðferð: 1. Byrjað er á því að setja dass af rækjum í sigti, vatn látið renna á þær og það svo sigtað frá. 2. Saxa niður chili, engifer, hvítlauk og um 6 stilka af kóríandernum, en ekki laufin! 3. Saxaða hráefninu síðan blandað saman við rækjurnar ásamt hunangi og smá safa af lime. Svo leyfi ég öllu að standa aðeins lengur. Því lengur sem rækjurnar fá að marinerast því sterkari verður rétturinn. 4. Sjóðandi vatni hellt yfir glernúðlurnar í annarri skál og látið standa í um 7 mín. Mismunandi þó eftir núðlum. 5. Hita pönnuna og rækjurnar steiktar, ásamt því að bæta smá sweet chili- og sojasósu á pönnuna. Ekki samt steikja rækjurnar of lengi (lengur en 7-10 mín) því þá skreppa þær saman. 6. Meðan rækjurnar dúlla sér helli ég vatninu af núðlunum og læt kalt vatn renna á þær og sigta svo frá og læt þær standa í nokkrar mínútur. 7. Set núðlurnar á pönnuna með rækjunum, velti saman og slekk undir hellunni. Hér væri gott að setja örlítið af hnetusmjöri saman við, en alls ekki nauðsynlegt. 8. Að lokum er allt tekið af pönnunni og sett í djúpan disk. Gott er að kreista lime yfir réttinn og fallegt að skreyta með laufunum af kóríanderstilkunum. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Ásta Maack er 23 ára nemi í líffræði við Háskóla Íslands sem starfar sem tollvörður á sumrin. Hún ákvað í ágúst að hefja skrif á bloggsíðu þar sem hún gefur námsmönnum hugmyndir að ódýrum mat sem auðvelt er að matbúa. „Fullt af nemendum kaupa matinn sinn alltaf tilbúinn, finnst hann í raun ekkert spes en dettur bara ekkert annað í hug. Ég skil ekki hvernig fólk nær að lifa á námslánum en kaupa svo alltaf tilbúinn mat sem kostar fullt af pening,“ útskýrir Ásta sem býr ásamt kærastanum sínum á stúdentagörðunum við Sæmundargötu. Bloggsíðu sína kallar Ásta einfaldlega Fátæki námsmaðurinn. Á síðuna setur Ásta inn uppskriftir þar sem bókstaflega ekkert hefur verið til í eldhúsinu nema hugmyndaauðgi hennar. En við hverju mega áhugasamir lesendur búast á næstunni? „Alveg helling af alls konar. Bæði ódýrum réttum sem ég geri þegar ekkert er til í eldhúsinu, millimála gúrm-réttum en einnig stærri máltíðum sem kosta aðeins meira en endast lengur.“eINFALT OG GOTT Núðlur eru herramannsmatur og sérstaklega þegar með þeim eru marineraðar rækjur. Mynd/ÁstaUppskrift að einföldum glernúðlum með marineruðum rækjum: Ástu dauðlangaði skyndilega í rækjur, sem gerist að hennar sögn ekki oft, og því ákvað hún að deila þessum einfalda og ódýra núðlurétti með lesendum Vísis. Innihald: Um 200 gr rækjur, fékk þær ódýrar frosnar Um 100 gr glernúðlur, auðvitað má nota hvaða núðlur sem er en mamma gaf mér þessar og þær eru snilld, svo ég nota þær. Hálfur eða heill chili-pipar, fræhreinsaður 1 þumlungur engifer 1 stór geiri hvítlaukur Kóríander Sojasósa ½ tsk. hunang 1 stk. lime Sweet chili-sósa Aukalega pínulítið hnetusmjör, ég nota það í staðinn fyrir hnetu- eða satay-sósu, því ég á það ekki. Aðferð: 1. Byrjað er á því að setja dass af rækjum í sigti, vatn látið renna á þær og það svo sigtað frá. 2. Saxa niður chili, engifer, hvítlauk og um 6 stilka af kóríandernum, en ekki laufin! 3. Saxaða hráefninu síðan blandað saman við rækjurnar ásamt hunangi og smá safa af lime. Svo leyfi ég öllu að standa aðeins lengur. Því lengur sem rækjurnar fá að marinerast því sterkari verður rétturinn. 4. Sjóðandi vatni hellt yfir glernúðlurnar í annarri skál og látið standa í um 7 mín. Mismunandi þó eftir núðlum. 5. Hita pönnuna og rækjurnar steiktar, ásamt því að bæta smá sweet chili- og sojasósu á pönnuna. Ekki samt steikja rækjurnar of lengi (lengur en 7-10 mín) því þá skreppa þær saman. 6. Meðan rækjurnar dúlla sér helli ég vatninu af núðlunum og læt kalt vatn renna á þær og sigta svo frá og læt þær standa í nokkrar mínútur. 7. Set núðlurnar á pönnuna með rækjunum, velti saman og slekk undir hellunni. Hér væri gott að setja örlítið af hnetusmjöri saman við, en alls ekki nauðsynlegt. 8. Að lokum er allt tekið af pönnunni og sett í djúpan disk. Gott er að kreista lime yfir réttinn og fallegt að skreyta með laufunum af kóríanderstilkunum.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira