Páll Magnússon býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins 5. desember 2008 16:16 Páll Magnússon. Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á landsþingi flokksins í janúar. Hann segir, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, að ákvörðunin sé tekin eftir samtöl við fjölmarga flokksmenn um stöðu flokksins og framtíð hans. „Framtíð Framsóknarflokksins veltur á því hvort hann skynji kall kjósenda eftir breytingum í íslenskum stjórnmálum. Segja verður skilið við samtryggingu stjórnmálanna og ógagnsæ vinnubrögð. Rannsókn á efnahagshruni síðustu vikna þarf að ná aftur til þeirra ára sem bankarnir voru einkavæddir enda Framsóknarflokknum mikilvægt að allt verði upplýst í því ferli. Meginverkefni stjórnmálanna næstu vikur og mánuði verður þó að standa vörð um heimilin í landinu. Algerlega misheppnaðar aðgerðir núverandi stjórnvalda hafa leitt til þess að Íslendingar standa frammi fyrir gríðarlega brýnum og erfiðum verkefnum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við alþjóðlegri fjármálakreppu hafa reynst óvönduð og fremur stuðlað að hruni fjármálakerfisins en björgun þess. Þúsundir Íslendinga verða atvinnulausar í byrjun næsta árs. Framsóknarflokkurinn þarf að leggja fram róttækar áætlanir í atvinnumálum. Nauðsynlegt er að horfa til skynsamlegrar nýtingu náttúruauðlinda til að fjölga störfum og snúa vörn í sókn. Aukið fjármagn í rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun er nauðsynlegt og skilar árangri á lengri tíma. Láta þarf á það reyna með samningaumleitan og þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Íslendingar eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Ráðagerðir stjórnvalda um aðstoð við skuldsett heimili duga hvergi nærri til. Ungar fjölskyldur huga að brottflutningi úr landinu enda gefst þeim ekki kostur á að standa við skuldbindingar sínar. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði síðustu fimm árin, hvort sem er með verðtryggðum lánum eða erlendum myntkörfulánum, stendur frammi fyrir ókleifum múr. Það verður að ráðast gegn þessum skuldum, meðal annars með því að afskrifa hluta þeirra. Ungt vel menntað fólk verður að eygja von. Nái ég kjöri mun ég leggja höfuðáherslu á breytt vinnubrögð í flokksstarfi og aukið lýðræði. Það verði meðal annars gert með því að auka þátttöku og vægi almennra flokksmanna í ákvarðanatöku innan flokksins. Þannig verði öllum flokksmönnum gefinn kostur á að velja forystu flokksins, taka þátt í störfum flokksþings og kjósa um helstu stefnumál í beinni kosningu. Með sama hætti leggi Framsóknarflokkurinn áherslu á aukið lýðræði í landinu, íbúalýðræði, styrkingu löggjafans á kostnað framkvæmdavaldsins, gegnsæja stjórnsýslu og fagleg vinnubrögð í hvívetna," segir í yfirlýsingu frá Páli. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á landsþingi flokksins í janúar. Hann segir, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, að ákvörðunin sé tekin eftir samtöl við fjölmarga flokksmenn um stöðu flokksins og framtíð hans. „Framtíð Framsóknarflokksins veltur á því hvort hann skynji kall kjósenda eftir breytingum í íslenskum stjórnmálum. Segja verður skilið við samtryggingu stjórnmálanna og ógagnsæ vinnubrögð. Rannsókn á efnahagshruni síðustu vikna þarf að ná aftur til þeirra ára sem bankarnir voru einkavæddir enda Framsóknarflokknum mikilvægt að allt verði upplýst í því ferli. Meginverkefni stjórnmálanna næstu vikur og mánuði verður þó að standa vörð um heimilin í landinu. Algerlega misheppnaðar aðgerðir núverandi stjórnvalda hafa leitt til þess að Íslendingar standa frammi fyrir gríðarlega brýnum og erfiðum verkefnum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við alþjóðlegri fjármálakreppu hafa reynst óvönduð og fremur stuðlað að hruni fjármálakerfisins en björgun þess. Þúsundir Íslendinga verða atvinnulausar í byrjun næsta árs. Framsóknarflokkurinn þarf að leggja fram róttækar áætlanir í atvinnumálum. Nauðsynlegt er að horfa til skynsamlegrar nýtingu náttúruauðlinda til að fjölga störfum og snúa vörn í sókn. Aukið fjármagn í rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun er nauðsynlegt og skilar árangri á lengri tíma. Láta þarf á það reyna með samningaumleitan og þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Íslendingar eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Ráðagerðir stjórnvalda um aðstoð við skuldsett heimili duga hvergi nærri til. Ungar fjölskyldur huga að brottflutningi úr landinu enda gefst þeim ekki kostur á að standa við skuldbindingar sínar. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði síðustu fimm árin, hvort sem er með verðtryggðum lánum eða erlendum myntkörfulánum, stendur frammi fyrir ókleifum múr. Það verður að ráðast gegn þessum skuldum, meðal annars með því að afskrifa hluta þeirra. Ungt vel menntað fólk verður að eygja von. Nái ég kjöri mun ég leggja höfuðáherslu á breytt vinnubrögð í flokksstarfi og aukið lýðræði. Það verði meðal annars gert með því að auka þátttöku og vægi almennra flokksmanna í ákvarðanatöku innan flokksins. Þannig verði öllum flokksmönnum gefinn kostur á að velja forystu flokksins, taka þátt í störfum flokksþings og kjósa um helstu stefnumál í beinni kosningu. Með sama hætti leggi Framsóknarflokkurinn áherslu á aukið lýðræði í landinu, íbúalýðræði, styrkingu löggjafans á kostnað framkvæmdavaldsins, gegnsæja stjórnsýslu og fagleg vinnubrögð í hvívetna," segir í yfirlýsingu frá Páli.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir