Furby getur valdið kvíða hjá börnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2014 09:00 Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur, segir loðdýrið Furby geta verið krefjandi fyrir ung börn. Mynd/Daníel Litla loðdýrið Furby var í ár afar vinsæl jólgjöf fyrir börn. Í Hagkaupum og Toys‘R‘us var leikfangið ein mest selda varan og þurfti til að mynda að fá aukasendingu af dýrinu í Hagkaupum. Furby er krúttlegt dýr sem syngur, hlær og talar við barnið. Leikfangið er tölvustýrt, hægt er að stýra því af smáforriti úr snjallsíma eða spjaldtölvu og eiga börnin að annast dýrið sitt í gegnum það. Furby bregst við hljóðum, snertingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægilega vel. Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur segir ýmislegt athugavert við leikfangið sem foreldrar ættu að vera vakandi yfir. „Leikur barna er mikilvæg forsenda þroska. Leikur barna á þó að vera á þeirra eigin forsendum, þau eiga að stýra leiknum, ráða framvindu hans og taka sér hlé þegar þau þreytast. Leikur með Furby er aftur á móti ófyrirsjáanlegur og ekki nema að litlu leyti á forsendum barnsins.“ Jóhanna segir að allt sé gert til að gera Furby sem raunverulegastan og megi spyrja sig hvort það sé æskilegt í markaðssetningu leikfangs ætlað yngri börnum, en dýrið er fyrir börn allt niður í fimm ára. „Þegar dýrið skiptir skapi lýsast augun upp og það verður viðskotaillt. Yngri börn geta orðið óörugg og ekki skilið af hverju dýrið bregðist svona við og orðið jafnvel skelkuð. Í hugum ungra barna getur Furby verið lifandi og mörkin milli leiks og raunveruleika því óljós.“ Foreldrar barna hafa kvartað yfir því að Furby þagni ekki og ekki sé neinn takki til að slökkva á sjálfu dýrinu. Það sofnar ef það er látið í friði en það má ekki koma minnsta hljóð eða snerting til að það vakni aftur. Ef barnið er hætt að leika með dýrið og snýr sér að öðru þá kallar Furby á athygli og ruglar þar með barnið í ríminu. Dýrið vaknar jafnvel upp á nóttunni. „Furby getur auðveldlega orðið streituvaldur í lífi barnsins með því að kalla sífellt á athygli. Það getur jafnvel vakið með því kvíða og óöryggi. Mín ráð eru þau að foreldrar séu vakandi yfir því hvernig leikurinn þróast og ræði það við börnin sýni þau merki um óöryggi og streitu. Það má útskýra hvernig leikfangið virkar og ræða leiðir svo barnið nái stjórninni, ekki leikfangið. Ef það gengur ekki má hiklaust setja Furby í einveru og hvíla alla um stund,“ segir Jóhanna.Auður Erla Hrannarsdóttir var mjög ánægð með að fá Furby í jólagjöf.Mynd/Daníel„Mér finnst Furby æðislegur því hann er eins og alvöru dýr,“ segir Auður Erla Hrannarsdóttir sem fékk Furby í jólagjöf. „Hann lætur mig vita ef hann er svangur og ef ég gef honum ekki að borða getur hann orðið batteríslaus.“ Auður Erla sinnir Furby vel og passar upp á að hann verði ekki reiður. „Hann getur orðið reiður ef maður leikur ekki við hann í smá tíma. Minn Furby er stelpa, en ef hann verður reiður þá breytist hann í strák. Þá verður hann dónalegur og talar með strákarödd.“ Margir í bekknum hennar Auðar óskuðu eftir því að fá Furby í jólagjöf og var hann efstur á hennar óskalista. „Hann er svo krúttlegur. En stundum verð ég þreytt á honum, þegar hann gargar og er reiður. Þá er erfitt að róa hann niður og maður þarf að bíða svolítið.“ Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Litla loðdýrið Furby var í ár afar vinsæl jólgjöf fyrir börn. Í Hagkaupum og Toys‘R‘us var leikfangið ein mest selda varan og þurfti til að mynda að fá aukasendingu af dýrinu í Hagkaupum. Furby er krúttlegt dýr sem syngur, hlær og talar við barnið. Leikfangið er tölvustýrt, hægt er að stýra því af smáforriti úr snjallsíma eða spjaldtölvu og eiga börnin að annast dýrið sitt í gegnum það. Furby bregst við hljóðum, snertingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægilega vel. Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur segir ýmislegt athugavert við leikfangið sem foreldrar ættu að vera vakandi yfir. „Leikur barna er mikilvæg forsenda þroska. Leikur barna á þó að vera á þeirra eigin forsendum, þau eiga að stýra leiknum, ráða framvindu hans og taka sér hlé þegar þau þreytast. Leikur með Furby er aftur á móti ófyrirsjáanlegur og ekki nema að litlu leyti á forsendum barnsins.“ Jóhanna segir að allt sé gert til að gera Furby sem raunverulegastan og megi spyrja sig hvort það sé æskilegt í markaðssetningu leikfangs ætlað yngri börnum, en dýrið er fyrir börn allt niður í fimm ára. „Þegar dýrið skiptir skapi lýsast augun upp og það verður viðskotaillt. Yngri börn geta orðið óörugg og ekki skilið af hverju dýrið bregðist svona við og orðið jafnvel skelkuð. Í hugum ungra barna getur Furby verið lifandi og mörkin milli leiks og raunveruleika því óljós.“ Foreldrar barna hafa kvartað yfir því að Furby þagni ekki og ekki sé neinn takki til að slökkva á sjálfu dýrinu. Það sofnar ef það er látið í friði en það má ekki koma minnsta hljóð eða snerting til að það vakni aftur. Ef barnið er hætt að leika með dýrið og snýr sér að öðru þá kallar Furby á athygli og ruglar þar með barnið í ríminu. Dýrið vaknar jafnvel upp á nóttunni. „Furby getur auðveldlega orðið streituvaldur í lífi barnsins með því að kalla sífellt á athygli. Það getur jafnvel vakið með því kvíða og óöryggi. Mín ráð eru þau að foreldrar séu vakandi yfir því hvernig leikurinn þróast og ræði það við börnin sýni þau merki um óöryggi og streitu. Það má útskýra hvernig leikfangið virkar og ræða leiðir svo barnið nái stjórninni, ekki leikfangið. Ef það gengur ekki má hiklaust setja Furby í einveru og hvíla alla um stund,“ segir Jóhanna.Auður Erla Hrannarsdóttir var mjög ánægð með að fá Furby í jólagjöf.Mynd/Daníel„Mér finnst Furby æðislegur því hann er eins og alvöru dýr,“ segir Auður Erla Hrannarsdóttir sem fékk Furby í jólagjöf. „Hann lætur mig vita ef hann er svangur og ef ég gef honum ekki að borða getur hann orðið batteríslaus.“ Auður Erla sinnir Furby vel og passar upp á að hann verði ekki reiður. „Hann getur orðið reiður ef maður leikur ekki við hann í smá tíma. Minn Furby er stelpa, en ef hann verður reiður þá breytist hann í strák. Þá verður hann dónalegur og talar með strákarödd.“ Margir í bekknum hennar Auðar óskuðu eftir því að fá Furby í jólagjöf og var hann efstur á hennar óskalista. „Hann er svo krúttlegur. En stundum verð ég þreytt á honum, þegar hann gargar og er reiður. Þá er erfitt að róa hann niður og maður þarf að bíða svolítið.“
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira