Innlent

Brenndist þegar miðstöðvarofn sprakk

Gissur Sigurðsson skrifar
Maður brenndist eftir að miðstöðvarofn sprakk í húsi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og heitt vatn sprautaðist úr honum.

Maðurinn var farinn á slysadeild þegar lögregla kom á vettvang og er fréttastofunni ekki kunnugt um hversu alvarleg meiðls hans eru, en slökkvilið var kallað á vettvang til að dæla vatni úr húsnæðinu og þurka upp.

Ekki er nánar vitað um málsatvik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×