Innlent

Fullyrða að ekki sé forgangsraðað í þágu mannaflsfrekra framkvæmda

Sigrún Elsa Smáradóttir borgarfulltrúi.
Sigrún Elsa Smáradóttir borgarfulltrúi.

Meirihluti borgarstjórnar vinnur ekki eftir þeirri yfirlýstu stefnu sinni að nýta fyrirhugaða 6 milljarða lántöku borgarinnar í mannaflsfrekar framkvæmdir til að styðja við atvinnustig. Þetta segja Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.

Í yfirlýsingu, sem Sóley og Sigrún Elsa sendu frá sér, segjast þær margsinnis hafa farið fram á það í framkvæmdaráði borgarinnar að framkvæmdir verði greindar eftir því hversu mannaflsfrekar þær eru, til að hægt sé að forgangsraða þeim framkvæmdum sem kalla á mestan mannafla. Slík greining hafi ekki farið fram og ekki standi til að verða við beiðni minnihlutans um slíka greiningu.

Því sé ljóst að mannaflsfrekum framkvæmdum sé ekki sérstaklega forgangsraðað í þeirri stofnframkvæmdaáætlun sem nú liggi fyrir í drögum að fjárhagsáætlun, fáist lánsfé til verkanna. Unnin hafi verið sérstök samantekt á sviðinu um möguleg mannaflsfrek viðhaldsverkefni sem hægt væri að ráðast í á næsta ári. Þau verkefni séu hinsvegar látin mæta afgangi og séu ekki innan framkvæmda- og fjárhagsáætlunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×