Erlent

Obama krefur ríkisstjóra um afsögn

Rod Blagojevich, ríkisstjóri Illinois.
Rod Blagojevich, ríkisstjóri Illinois.

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, leggur hart að Rod Blagojevich, fylkisstjóra Illinois, að láta af embætti. Talsmaður Obama, Robert Gibbs, segir mikilvægt að fylkisstjórinn segi af sér því við núverandi aðstæður geti hann ekki sinnt starfi sínu og þjónað íbúum Illinois-ríkis. Blagojevich neitar að segja af sér.

Blagojevich var á mánudaginn handtekinn meðal annars fyrir að hafa ætlað sér að selja til hæstbjóðanda öldungadeildarþingsæti Obama þegar hann lætur af þingstörfum og sver eið sem 44. forseti Bandaríkjanna í janúar næstkomandi. Fylkisstjórinn, sem neitar sök, var látin laus gegn tryggingu í gær.

Forystumenn á ríkisþingi Illinois vilja kalla þingið saman og breyta lögum og að efnt verði sértaklega til kosninga um þingsæti forsetans tilvonandi. Obama styður þá hugmynd, samkvæmt talsmanni hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×