Innlent

Bruni á Selfossi í morgun

Minnstu munaði að stórbruni yrði á Selfossi í morgun þegar kviknaði í gamalli kennslustofu inn á lóð byggingafyrirtækis í iðnaðarhverfi bæjarins.

Stór vörubíll stóð við hlið stofunnar, sem náðist að fjarlægja í tæka tíð áður en logarnir náðu til hans.

Slökkvilið á Selfossi fékk tilkynningu um eldinn á níunda tímanum í morgun og segir Þórir Tryggvason, varðstjóri slökkviliðsins stýrði aðgerðum á vettvangi, að litlu hafi mátt muna. Vel gekk þó að ráða niðurlögum eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×