Lífið

Britney reyndi að fremja sjálfsmorð

Britney var í ruglinu.
Britney var í ruglinu.
Þegar vandræði Britney Spears stóðu sem hæst reyndi hún að fremja sjálfsmorð. Og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Þessu heldur blaðamaðurinn Ian Halperin fram, en hann tók regluleg viðtöl við söngkonuna frá því í nóvember árið 2006 þangað til í maí síðastliðnum.

Hann segist hafa heimsótt Britney margoft á heimili hennar, og þekkja öll smáatriði sjálfsmorðstilraunanna, sem hafi verið af fullri alvöru. Vinir söngkonunnar staðfesta þetta við fjölmiðla vestanhafs. Eftir að yngri sonur Britney fæddist, og ljóst var að hjónaband hennar og Kevins Federline myndi ekki halda hafi hún verið afar þunglynd, og margoft talað um að hún vildi deyja.

Og Ian heldur ekki að vandræðum söngkonunnar sé lokið. Þvert á móti sé hún í hættu á því að fara í nákvæmlega sama horfið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.