Erlent

Kólerufaraldurinn breiðist út í Simbabve

Robert Mugabe.
Robert Mugabe.

774 eru nú látnir í kólerufaraldrinum sem nú geisar í Simbabve. Þetta er mat Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem segir að tala látinna hækki nú dag frá degi. Talskona stofnunarinnar segir að útbreiðsla veikinna verði æ ljósari með hverjum degi en í gær var gefið út að 589 væru látnir.

Vaxandi þrýstingur er á Robert Mugabe forseta landsins að segja af sér og bætist hver þjóðarleiðtoginn af öðrum í þann hóp á hverjum degi. Nú síðast lýsti George Bush Bandaríkjaforseti því yfir að Mugabe ætti að víkja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×