Innlent

Bóndi brenndi korn til að svæla út mýs

Eldur sást við bæinn Hvamm í Eyjafirði, við þjóðveginn á milli Akureyrar og Dalvíkur, um miðnæturbil og hélt lögregla þegar á vettvang.

Kom þá í ljós að bóndinn hafði borið eld að hátt í tonni af korni, sem mýs höfðu komist í, og var hann að svæla mýsnar út. Honum láðist að tilkynna um þetta, eins og vera ber, en greip tækifærið þegar vind lægði um miðnættið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×