Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína

Liðlega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína inni á salerni að heimili þeirra, gripið um hálsinn á henni, þrengt að og þrýst henni ofan i baðkarið með þeim afleiðingum að hún hlaut hengingarfar á hálsi, mar á hægri úlnlið og önnur minniháttar meiðsl. Maðurinn sparkaði síðan í fót hennar með þeim afleiðingum að hún varð hölt og hnéskelin varð aum og marin.

Maðurinn játaði sök við þingfestingu málsins. Maðurinn krafðist vægustu refsingar fyrir dómnum. Hann kvað sig og konuna búa saman í dag en sambúðarslit hefðu orðið í um einn og hálfan mánuð eftir atvikið. Hefði hann tekið sig á varðandi áfengisneyslu.

Í dómnum kemur fram að með vísan til þess að aðilar eru í sambúð sé rétt að skilorðsbinda refsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×