Innlent

Iðnnám er komið í tísku

Metaðsókn er í kreppunni í stærstu iðnskóla landsins. 1350 nemar innrituðust í Verkmenntaskólann á Akureyri síðastliðið haust og höfðu þeir aldrei verið fleiri. En það var þó fyrir kreppu og fækkar alla jafna á vorönn. En nú er öldin önnur.

Umsóknir um nám á vormisseri eru þegar orðnar á fimmtánda hundraðið, sem er mun meira en menn hafa nokkru sinni áður séð í sögu skólans. Iðnnám er komið í tísku.

Hjá Tækniskólanum - skóla atvinnulífsins í Reykjavík, er sömu að segja og fyrir norðan. Metaðsókn er í iðn- og starfsnám og útlit fyrir hátt í átta hundruð nýjar umsóknir fyrir vorönn í dagskóla einan og sér, samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra skólans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×