Innlent

Breytingar á mótmælum - Þögn í 17 mínútur

Engar ræður verða fluttar á mótmælunum á Austurvelli næstkomandi laugardag. Þess í stað verður fólk hvatt til að líta til Alþingishússins, lúta höfði og hafa þögn í nákvæmlega 17 mínútur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Torfasyni.

,,Síðastliðinn laugardag, 6. desember, voru boðaðar breytingar á mótmælum þeim sem hafa verið haldin á Austurvelli síðan 11. október undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu. Einnig var skýrt frá því að gripið yrði til ýmissa aðgerða sem verða tilkynntar fjölmiðlum með stuttum fyrirvara. Nú verður breyting á formi mótmælanna," segir í tilkynningunni.

Kröfurnar eru þær sömu og áður. Að boðað verði til kosninga sem fyrst og stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins víki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×