Dagur B: "Hugmyndir borgarinnar og Sigmundar Davíðs um Nasa keimlíkar" Hrund Þórsdóttir. skrifar 2. júlí 2013 19:01 Skemmtistaðurinn Nasa er í fallegu húsi sem reist var við Austurvöll árið 1878 og sal sem byggður var aftan við húsið árið 1946. Framhúsið er friðað en til stendur að rífa salinn og byggja þar hótel. Fjöldi fólks mótmælti þessu nýlega með tónleikum á Austurvelli og hátt í 18 þúsund manns hafa skrifað undir á síðunni ekkihotel.is. Borgin fer með ákvörðunarvald í málinu en forsætisráðherra vill að borgar- og ríkisstjórn skipti skipulagsvaldinu á milli sín á reitnum. Hann vill viðhalda gömlu byggðamynstri og endurreisa Hótel Ísland, sem stóð við Aðalstræti og stækka í staðinn Ingólfstorg í aðrar áttir. „Það væri þá innrammað af mjög fallegum gömlum eða gamaldags húsum. Hótel Ísland brann 1944 en nú eru menn víða um Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, að endurreisa húsin sem brunnu í seinni heimsstyrjöldinni og mér þætti fara vel á því að endurreisa þessa gömlu byggingu og leysa þar með mörg þeirra vandamála sem eru til staðar í núverandi tillögum,“ segir Sigmundur. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, telur tillögur Sigmundar og borgarráðs nánast þær sömu. „Kannski að öllu leyti nema því að við tökum ekki undir þá róttæku hugmynd sem Sigmundur var með að byggja nýtt hótel í gömlum stíl á um þriðjungi Ingólfstorgs,“ segir Dagur. Hann segir hugmyndir um framtíð Nasa einnig mjög keimlíkar, en borgin vill rífa húsið og endurbyggja í svipuðum stíl og nú, en Sigmundur vill standa vörð um núverandi byggingu. Í hugmyndum borgarinnar er ekki gert ráð fyrir bílastæðum við nýtt hótel á Landssímareitnum og umferð færi því um hið einbreiða Kirkjustræti, framhjá Dómkirkjunni og Alþingi. Mun þetta ekki skapa gríðarlega óæskilega umferð framhjá Dómkirkjunni og Alþingi? „Við höfum farið yfir þessar áhyggjur Alþingis og tekið undir þær, það þarf að stýra umferð hérna,“ segir Dagur. Spurður um hvort til greina komi að deila skipulagsvaldi yfir reitnum, segir Dagur að fyrst væri eðlilegt að kynna hugmynd borgarinnar fyrir forsætisráðherra. „Ég held að það þurfi að hugsa það mjög vel áður en ríkið gerir inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga, hvort sem það er hér eða annars staðar,“ segir Dagur. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Skemmtistaðurinn Nasa er í fallegu húsi sem reist var við Austurvöll árið 1878 og sal sem byggður var aftan við húsið árið 1946. Framhúsið er friðað en til stendur að rífa salinn og byggja þar hótel. Fjöldi fólks mótmælti þessu nýlega með tónleikum á Austurvelli og hátt í 18 þúsund manns hafa skrifað undir á síðunni ekkihotel.is. Borgin fer með ákvörðunarvald í málinu en forsætisráðherra vill að borgar- og ríkisstjórn skipti skipulagsvaldinu á milli sín á reitnum. Hann vill viðhalda gömlu byggðamynstri og endurreisa Hótel Ísland, sem stóð við Aðalstræti og stækka í staðinn Ingólfstorg í aðrar áttir. „Það væri þá innrammað af mjög fallegum gömlum eða gamaldags húsum. Hótel Ísland brann 1944 en nú eru menn víða um Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, að endurreisa húsin sem brunnu í seinni heimsstyrjöldinni og mér þætti fara vel á því að endurreisa þessa gömlu byggingu og leysa þar með mörg þeirra vandamála sem eru til staðar í núverandi tillögum,“ segir Sigmundur. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, telur tillögur Sigmundar og borgarráðs nánast þær sömu. „Kannski að öllu leyti nema því að við tökum ekki undir þá róttæku hugmynd sem Sigmundur var með að byggja nýtt hótel í gömlum stíl á um þriðjungi Ingólfstorgs,“ segir Dagur. Hann segir hugmyndir um framtíð Nasa einnig mjög keimlíkar, en borgin vill rífa húsið og endurbyggja í svipuðum stíl og nú, en Sigmundur vill standa vörð um núverandi byggingu. Í hugmyndum borgarinnar er ekki gert ráð fyrir bílastæðum við nýtt hótel á Landssímareitnum og umferð færi því um hið einbreiða Kirkjustræti, framhjá Dómkirkjunni og Alþingi. Mun þetta ekki skapa gríðarlega óæskilega umferð framhjá Dómkirkjunni og Alþingi? „Við höfum farið yfir þessar áhyggjur Alþingis og tekið undir þær, það þarf að stýra umferð hérna,“ segir Dagur. Spurður um hvort til greina komi að deila skipulagsvaldi yfir reitnum, segir Dagur að fyrst væri eðlilegt að kynna hugmynd borgarinnar fyrir forsætisráðherra. „Ég held að það þurfi að hugsa það mjög vel áður en ríkið gerir inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga, hvort sem það er hér eða annars staðar,“ segir Dagur.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira