Flestir ánægðir með Sigmund í embætti Brjánn Jónasson skrifar 2. júlí 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nýtur töluverðrar hylli samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. Um 44 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru ánægð með störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar, sem gerð var fyrir helgi, finnst 32,1 prósenti Sigmundur hafa staðið sig frekar vel og 12,1 prósenti mjög vel. Þriðjungi aðspurðra þykir hann hvorki hafa staðið sig vel né illa. Alls sögðust 22,5 prósent telja Sigmund Davíð hafa staðið sig mjög eða frekar illa í starfi, þar af 8,8 prósent mjög illa. Mikill meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, 76,3 prósent, segist ánægður með störf Sigmundar Davíðs. Svipað hlutfall Sjálfstæðisfólks, 75 prósent, er sömu skoðunar. Innan við fimm prósent stuðningsmanna stjórnarflokkanna tveggja telja Sigmund Davíð hafa staðið sig illa. Staðan er heldur önnur hjá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Aðeins um þrettán prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og fimmtán prósent kjósenda Vinstri grænna telja Sigmund Davíð hafa staðið sig vel í embætti forsætisráðherra. Stuðningsmenn Pírata eru heldur ánægðari með forsætisráðherrann, 24 prósent þeirra telja hann hafa staðið sig vel. Sömu skoðunar er þriðjungur þeirra sem kjósa myndu Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú.Karlmenn eru almennt ánægðari með Sigmund Davíð en konur. Tæp 49 prósent karla telja hann hafa staðið sig vel í starfi samanborið við tæp fjörutíu prósent kvenna. Lítill munur er á afstöðu fólks til starfa Sigmundar Davíðs eftir búsetu, en íbúar landsbyggðarinnar eru almennt heldur jákvæðari í garð Sigmundar en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Hringt var í 1.077 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 26. júní og fimmtudaginn 27. júní. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu vel eða illa finnst þér Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa staðið sig í embætti forsætisráðherra? Alls tók 91 prósent afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Um 44 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru ánægð með störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar, sem gerð var fyrir helgi, finnst 32,1 prósenti Sigmundur hafa staðið sig frekar vel og 12,1 prósenti mjög vel. Þriðjungi aðspurðra þykir hann hvorki hafa staðið sig vel né illa. Alls sögðust 22,5 prósent telja Sigmund Davíð hafa staðið sig mjög eða frekar illa í starfi, þar af 8,8 prósent mjög illa. Mikill meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, 76,3 prósent, segist ánægður með störf Sigmundar Davíðs. Svipað hlutfall Sjálfstæðisfólks, 75 prósent, er sömu skoðunar. Innan við fimm prósent stuðningsmanna stjórnarflokkanna tveggja telja Sigmund Davíð hafa staðið sig illa. Staðan er heldur önnur hjá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Aðeins um þrettán prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og fimmtán prósent kjósenda Vinstri grænna telja Sigmund Davíð hafa staðið sig vel í embætti forsætisráðherra. Stuðningsmenn Pírata eru heldur ánægðari með forsætisráðherrann, 24 prósent þeirra telja hann hafa staðið sig vel. Sömu skoðunar er þriðjungur þeirra sem kjósa myndu Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú.Karlmenn eru almennt ánægðari með Sigmund Davíð en konur. Tæp 49 prósent karla telja hann hafa staðið sig vel í starfi samanborið við tæp fjörutíu prósent kvenna. Lítill munur er á afstöðu fólks til starfa Sigmundar Davíðs eftir búsetu, en íbúar landsbyggðarinnar eru almennt heldur jákvæðari í garð Sigmundar en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Hringt var í 1.077 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 26. júní og fimmtudaginn 27. júní. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu vel eða illa finnst þér Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa staðið sig í embætti forsætisráðherra? Alls tók 91 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira