Vatnsslagur Kópavogs og Reykjavíkur til dómstóla Stígur Helgason skrifar 2. júlí 2013 07:30 Ómar Stefánsson og Gunnar Birgisson vígðu sína eigin vatnsveitu í Vatnsendakrikum í nóvember 2007 eftir mikið þref við Reykjavíkurborg. Fréttablaðið/vilhelm Reykjavíkurborg hefur stefnt Kópavogsbæ fyrir dóm til að fá aðgang að borholum á Vatnsendasvæðinu. Borgaryfirvöld saka Kópavogsbæ um að efna ekki samning frá 2007, sem gerði ráð fyrir að Kópavogsbær afsalaði sér landsvæði í Vatnsendakrikum til Reykjavíkurborgar gegn því að Kópavogsbær fengi að leggja veg og vatnsleiðslu um land Reykjavíkur. „Kópavogsbær hefur ekki gefið út afsal fyrir því landi sem honum bar að gefa út afsal fyrir,“ segir Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður. „Reykjavíkurborg hefur efnt sinn hluta samningsins – þarna er komin vatnslögn og vegur og Kópavogsbær hefur hafið vatnstöku þarna en enn vantar að Kópavogsbær gefi út þetta afsal til Reykjavíkurborgar þannig að Orkuveitan geti þá nýtt þessar holur.“ Málið snýst um borholur sem Orkuveitan boraði árið 1991 í Vatnsendakrikum. Um miðjan síðasta áratug stóðu miklar deilur á milli sveitarfélaganna um það hvort Kópavogsbær mætti leiða vatn og leggja veg um land Reykjavíkur þegar bærinn áformaði að stofna sína eigin vatnsveitu. Deilunum lauk með samningnum sem segir frá hér að framan; Kópavogsbær fékk leyfið gegn því að Reykjavík eignaðist landið í kringum borholurnar, sem Kópavogsbær tók eignarnámi með sátt árið 2007.Kristbjörg StephensenSamningurinn alveg skýrKristbjörg segir bæjaryfirvöld í Kópavogi gefa þá skýringu á afstöðu sinni að þau vilji fyrst fara betur yfir það hvaða áhrif vatnstaka Reykvíkinga úr borholunum hefði á þeirra eigin vatnsveitu og tryggja að hún myndi ekki ganga á hagsmuni þeirra. Hún segir þó að samningurinn sé alveg skýr. „Þeim ber að afhenda þetta. Það er auðvitað alveg ljóst að það er enginn sem borar eftir vatni nema á grundvelli starfsleyfis frá Orkustofnun og það er þá hennar að ganga frá starfsleyfinu þannig að Orkuveitan verði ekki of frek til fjörsins. Það kemur þessu máli í rauninni ekkert við.“ Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og starfandi bæjarstjóri í fjarveru Ármanns Kr. Ólafsonar, segir bæjaryfirvöld ekkert vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Það sama sögðu Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs, og varaformaðurinn Ómar Stefánsson. Málinu var stefnt fyrir dóm á miðvikudaginn í síðustu viku og Kópavogsbær hefur fram yfir réttarhlé til að skila greinargerð í málinu. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur stefnt Kópavogsbæ fyrir dóm til að fá aðgang að borholum á Vatnsendasvæðinu. Borgaryfirvöld saka Kópavogsbæ um að efna ekki samning frá 2007, sem gerði ráð fyrir að Kópavogsbær afsalaði sér landsvæði í Vatnsendakrikum til Reykjavíkurborgar gegn því að Kópavogsbær fengi að leggja veg og vatnsleiðslu um land Reykjavíkur. „Kópavogsbær hefur ekki gefið út afsal fyrir því landi sem honum bar að gefa út afsal fyrir,“ segir Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður. „Reykjavíkurborg hefur efnt sinn hluta samningsins – þarna er komin vatnslögn og vegur og Kópavogsbær hefur hafið vatnstöku þarna en enn vantar að Kópavogsbær gefi út þetta afsal til Reykjavíkurborgar þannig að Orkuveitan geti þá nýtt þessar holur.“ Málið snýst um borholur sem Orkuveitan boraði árið 1991 í Vatnsendakrikum. Um miðjan síðasta áratug stóðu miklar deilur á milli sveitarfélaganna um það hvort Kópavogsbær mætti leiða vatn og leggja veg um land Reykjavíkur þegar bærinn áformaði að stofna sína eigin vatnsveitu. Deilunum lauk með samningnum sem segir frá hér að framan; Kópavogsbær fékk leyfið gegn því að Reykjavík eignaðist landið í kringum borholurnar, sem Kópavogsbær tók eignarnámi með sátt árið 2007.Kristbjörg StephensenSamningurinn alveg skýrKristbjörg segir bæjaryfirvöld í Kópavogi gefa þá skýringu á afstöðu sinni að þau vilji fyrst fara betur yfir það hvaða áhrif vatnstaka Reykvíkinga úr borholunum hefði á þeirra eigin vatnsveitu og tryggja að hún myndi ekki ganga á hagsmuni þeirra. Hún segir þó að samningurinn sé alveg skýr. „Þeim ber að afhenda þetta. Það er auðvitað alveg ljóst að það er enginn sem borar eftir vatni nema á grundvelli starfsleyfis frá Orkustofnun og það er þá hennar að ganga frá starfsleyfinu þannig að Orkuveitan verði ekki of frek til fjörsins. Það kemur þessu máli í rauninni ekkert við.“ Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og starfandi bæjarstjóri í fjarveru Ármanns Kr. Ólafsonar, segir bæjaryfirvöld ekkert vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Það sama sögðu Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs, og varaformaðurinn Ómar Stefánsson. Málinu var stefnt fyrir dóm á miðvikudaginn í síðustu viku og Kópavogsbær hefur fram yfir réttarhlé til að skila greinargerð í málinu.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira