Sport

Úrslit í Meistaradeildinni í kvöld

Í A-riðli sigraði Monaco Liverpool 1-0 með marki frá Javier Saviola á 54. mínútu. Í hinum leiknum í riðlinum sigraði Olympiakos Deportivo 1-0 með marki frá Predrag Djordjevic á 68. mínútu. Eftir leiki kvöldsins eru Deportivo úr leik, en hin þrjú liðin eiga öll möguleika á að komast í 16-liða úrslit Staðan  Olympiakos 10 Monaco       9 Liverpool     7 Deportivo    2 Í B-riðli sigruðu Dinamo Kiev Roma með tveimur mörkum gegn engu. Varnarmaðurinn Traianos Dellas varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 73. mínútu og Maskim Shatskikh bætti öðru marki við fyrir Úkraínumennina á 82. mínútu. Á Santiago Bernabeu náði gulldrengurinn Raul að bjarga stigi fyrir Real Madrid er hann jafnaði tuttugu mínútum fyrir leikslok gegn Bayer Leverkusen eftir að Búlagrinn Dimitar Berbatov hafði komið Þjóðverjunum yfir. Staðan  Dinamo Kiev        10 Bayer Leverkusen  8 Real Madrid          8 Roma                    1 Í C-riðli eru Juventus og Bayern Munich komin áfram en Juventus vann sinn fimmta 1-0 sigur í keppninni er þeir sigruðu Ajax á Delle Alpi með marki frá Marcello Zalayeta. Bayern tryggðu sig einnig áfram í kvöld með öruggum 5-1 sigri á Maccabi Tel-Aviv. Roy Makaay 2, Torsten Frinks, Hasan Salihamidzic og Claudio Pizarro skoruðu fyrir Bayern en Baruch Dago skoraði fyrir Ísraelsmennina úr vítaspyrnu. Staðan  Juventus       15 Bayern M.  9 Ajax          3 Maccabi Tel-Aviv 3 Í D-riðli eru Manchester United og Lyon örugg áfram. United vann Lyon 2-1 í kvöld með mörkum frá Gary Neville og Ruud van Nistelrooy en Mahamadou Diarra skoraði fyrir Frakkana. Í hinum leiknum sigraði Fenerbahce Spörtu frá Prag, í Prag, 1-0 með sjálfsmarki. Staðan  Man Utd   11 Lyon         10 Fenerbache 6 Sparta Prag 1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×