Lífið

Opnar skóbúð í kreppunni

„Ég sel Eith sem fæst ekki í öðrum verslunum hér á landi," segir Rakel Ársælsdóttir.
„Ég sel Eith sem fæst ekki í öðrum verslunum hér á landi," segir Rakel Ársælsdóttir.

„Ég var með verslunina Mangó í Keflavík í átta ár sem ég seldi í fyrra og hef verið með þessa bólu í höfðinu að opna skóverslun á netinu með skó á góðu verði," segir Rakel Ársælsdóttir sem opnaði nýverið skóverslunina Desire Boutique á netinu.

„Ég fór af stað með þetta í byrjun apríl og það er búið að ganga rosalega vel síðan ég opnaði. Það er greinilega þörf á þessu," segir Rakel.

Leyfa íslenskar konur sér að kaupa nýja skó í þessu árferði? „Já það má nú alveg segja það. Við viljum ekki hætta að vera sætar og fínar. Mér fannst skór á Íslandi alveg ofboðslega dýrir. Þú fékkst ekki fallega skó undir 20 þúsund."

„Það var tækifæri að koma með þetta í kreppunni. Fólk reynir að spara og versla ódýrara," segir Rakel. 

Skoða skóverslun Rakelar hér (desire.is).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.