Enski boltinn

Rooney: Við fögnuðum þegar Arsenal skoraði

AFP

Wayne Rooney hjá Manchester United segir að hann og félagar hans í liðinu hafi átt það til að koma saman og hvetja andstæðinga Liverpool á lokasprettinum í deildinni.

"Það er svo gaman að horfa á hin liðin og vona að þau tapi stigum. Við horfðum á leik Arsenal og Liverpool í sjónvarpinu á hótelinu kvöldið fyrir leik okkar gegn Portsmouth. Það mátti heyra nokkur fagnaðarlæti þegar Arsenal skoraði fjórða markið í leiknum. Við þurftum auðvitað að vinna okkar leik og sem betur fer tókst það líka," sagði Rooney í samtali við Daily Mail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×