Anníe Mist með heimsmet í þriðja hluta CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekkert eftir þrátt fyrir að þrítugsafmælið sé að baki og hún sýndi styrk sinn og súperform í nýjustu æfingunni í CrossFit Open. Anníe Mist Þórisdóttir reyndi tvisvar við þriðja hluta CrossFit Open og tókst að bæta sig í annarri tilrauninni með glæsilegri framgöngu. Anníe setti báðar æfingar inn á Youtube-síðu sína og í þeirri seinni slær hún því upp á Youtube að hún hafi sett heimsmet með því að klára þriðju æfingaröðina á 5 mínútum og 21 sekúndu sem er mögnuð frammistaða.Love me some DL 20.3 full video and tips! Good luck everyone https://t.co/AXSDkLM9kQ@CrossFitGamespic.twitter.com/Uv97LFCj6Q — Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) October 25, 2019 Í báðum tilfellum gerði Anníe Mist æfingarnar með löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Áhorfendur á Youtube-síðu Anníe Mist fengu því að fylgjast með tveimur af bestu CrossFit konum heimsins reyna sig við æfinguna hlið við hlið. Anníe Mist mátti vera ánægð með frammistöðu sína en hún bauð líka upp á skemmtilega viðbót í seinni æfingu sinni. Anníe talar þá yfir æfinguna og gefur áhorfendum enn meiri innsýn í það sem var í gangi hjá henni á meðan hún „rústaði“ þessari æfingu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa æfingu aftur er sú að ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti náð sama tíma og ég náði fyrir tveimur árum. Eða betri tíma því ég hef bætt mig í réttstöðulyftunni á þessum tíma,“ sagði Anníe í upphafi myndbandsins. „Ég endaði með að fá refsingu fyrir tveimur árum en nú passaði ég mig á því að klára æfinguna fullkomlega því ég vissi að ég gæti klárað þessa æfingu fljótt og vel,“ sagði Anníe en kærasti hennar Frederik Aegidius var með henni í myndbandinu og spurði hana nokkra spurninga. „Ég hefði verið rosaleg ánægð ef ég hefði náð að bæta tímann minn. Ég var því mjög ánægð með að hafa klárað á þessum tíma,“ sagði Anníe Mist. Það er ekki búið að staðfesta úrslitin í þriðja hlutanum en samkvæmt stöðunni núna er Anníe Mist í efsta sætinu með hinni bandarísku Brooke Wells. Báðar kláruðu á þessum heimsmetstíma. Það má sjá alla æfingu Anníe Mistar (og Söru í bakgrunni) hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekkert eftir þrátt fyrir að þrítugsafmælið sé að baki og hún sýndi styrk sinn og súperform í nýjustu æfingunni í CrossFit Open. Anníe Mist Þórisdóttir reyndi tvisvar við þriðja hluta CrossFit Open og tókst að bæta sig í annarri tilrauninni með glæsilegri framgöngu. Anníe setti báðar æfingar inn á Youtube-síðu sína og í þeirri seinni slær hún því upp á Youtube að hún hafi sett heimsmet með því að klára þriðju æfingaröðina á 5 mínútum og 21 sekúndu sem er mögnuð frammistaða.Love me some DL 20.3 full video and tips! Good luck everyone https://t.co/AXSDkLM9kQ@CrossFitGamespic.twitter.com/Uv97LFCj6Q — Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) October 25, 2019 Í báðum tilfellum gerði Anníe Mist æfingarnar með löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Áhorfendur á Youtube-síðu Anníe Mist fengu því að fylgjast með tveimur af bestu CrossFit konum heimsins reyna sig við æfinguna hlið við hlið. Anníe Mist mátti vera ánægð með frammistöðu sína en hún bauð líka upp á skemmtilega viðbót í seinni æfingu sinni. Anníe talar þá yfir æfinguna og gefur áhorfendum enn meiri innsýn í það sem var í gangi hjá henni á meðan hún „rústaði“ þessari æfingu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa æfingu aftur er sú að ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti náð sama tíma og ég náði fyrir tveimur árum. Eða betri tíma því ég hef bætt mig í réttstöðulyftunni á þessum tíma,“ sagði Anníe í upphafi myndbandsins. „Ég endaði með að fá refsingu fyrir tveimur árum en nú passaði ég mig á því að klára æfinguna fullkomlega því ég vissi að ég gæti klárað þessa æfingu fljótt og vel,“ sagði Anníe en kærasti hennar Frederik Aegidius var með henni í myndbandinu og spurði hana nokkra spurninga. „Ég hefði verið rosaleg ánægð ef ég hefði náð að bæta tímann minn. Ég var því mjög ánægð með að hafa klárað á þessum tíma,“ sagði Anníe Mist. Það er ekki búið að staðfesta úrslitin í þriðja hlutanum en samkvæmt stöðunni núna er Anníe Mist í efsta sætinu með hinni bandarísku Brooke Wells. Báðar kláruðu á þessum heimsmetstíma. Það má sjá alla æfingu Anníe Mistar (og Söru í bakgrunni) hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira