Segir ekki tilefni til að umbylta kerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 13:16 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. fréttablaðið/stefán Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé aftur á móti óboðlegt ef fyrirtæki innan vébanda samtakanna brjóti lög og aldrei sé hægt að réttlæta mútugreiðslur. Heiðrún Lind var gestur á Sprengisandi þar sem Samherjamálið var í brennidepli. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið við umfjöllunina. Ásakanirnar séu alvarlegar og að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi geri ávallt þá kröfu til aðildarfyrirtækja að þau fari að lögum. „Auðvitað núna það sem fyrir liggur er auðvitað bara að fyrirtækið verður að vinna að því að málið upplýsist, hið rétta komi fram og svo kannski það sem er að mér finnst svona hið jákvæða í annars mjög ömurlegu máli öllu saman, er að hér eru þó innviðirnir að virka sem skildi,“ segir Heiðrún. Vísar hún þar til að mynda til rannsóknar héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. „Við gerum kröfu um að menn starfi í samræmi við lög,“ segir Heiðrún. „Kannski eigum við að stíga fastar niður í því að segja að við gerum þá kröfu að menn stundi hér vandaða og góða stjórnar- og viðskiptahætti.“ Þegar sé lögð áhersla á þetta en ef til vill þurfi að gera enn betur. Hún hafi orðið vör við umræðu á þá leið að það sé alvanalegt og mútur tíðkist í hinum og þessum löndum. „Það er engin afsökun og við munum aldrei taka þátt í slíkri réttlætingum,“ segir Heiðrún. Hún segir mikilvægt að líta málið alvarlegum augum en hún líti ekki svo á að það gefi tilefni til að umbylta kerfinu. „Það má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig, eitt tiltekið fyrirtæki og í þessu tilviki í starfsemi ekki einu sinni hér á landi heldur í Afríku, að þá eigi að umbylta kerfinu þannig að það bitni á öllum ef einn misstígur sig,“ segir Heiðrún. „Ég hef ekki fengið svarið jákvætt við þeirri spurningu um að íslensk lög eða íslensk lög tengd fiskveiðistjórnuninni hafi að einhverju leyti klikkað.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé aftur á móti óboðlegt ef fyrirtæki innan vébanda samtakanna brjóti lög og aldrei sé hægt að réttlæta mútugreiðslur. Heiðrún Lind var gestur á Sprengisandi þar sem Samherjamálið var í brennidepli. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið við umfjöllunina. Ásakanirnar séu alvarlegar og að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi geri ávallt þá kröfu til aðildarfyrirtækja að þau fari að lögum. „Auðvitað núna það sem fyrir liggur er auðvitað bara að fyrirtækið verður að vinna að því að málið upplýsist, hið rétta komi fram og svo kannski það sem er að mér finnst svona hið jákvæða í annars mjög ömurlegu máli öllu saman, er að hér eru þó innviðirnir að virka sem skildi,“ segir Heiðrún. Vísar hún þar til að mynda til rannsóknar héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. „Við gerum kröfu um að menn starfi í samræmi við lög,“ segir Heiðrún. „Kannski eigum við að stíga fastar niður í því að segja að við gerum þá kröfu að menn stundi hér vandaða og góða stjórnar- og viðskiptahætti.“ Þegar sé lögð áhersla á þetta en ef til vill þurfi að gera enn betur. Hún hafi orðið vör við umræðu á þá leið að það sé alvanalegt og mútur tíðkist í hinum og þessum löndum. „Það er engin afsökun og við munum aldrei taka þátt í slíkri réttlætingum,“ segir Heiðrún. Hún segir mikilvægt að líta málið alvarlegum augum en hún líti ekki svo á að það gefi tilefni til að umbylta kerfinu. „Það má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig, eitt tiltekið fyrirtæki og í þessu tilviki í starfsemi ekki einu sinni hér á landi heldur í Afríku, að þá eigi að umbylta kerfinu þannig að það bitni á öllum ef einn misstígur sig,“ segir Heiðrún. „Ég hef ekki fengið svarið jákvætt við þeirri spurningu um að íslensk lög eða íslensk lög tengd fiskveiðistjórnuninni hafi að einhverju leyti klikkað.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira